Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 10.–30.3.2023

2

Í vinnslu

  • 31.3.–13.11.2023

3

Samráði lokið

  • 14.11.2023

Mál nr. S-64/2023

Birt: 10.3.2023

Fjöldi umsagna: 38

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Niðurstöður

Sjá nánar meðfylgjandi skýrslu um niðurstöðu samráðs og 5. kafla í greinargerð með frumvarpi til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Málsefni

Markmið með endurskoðuninni er að bæta gæði jöfnunar, einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins og að Jöfnunarsjóður fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar.

Nánari upplýsingar

Kynnt eru til umsagnar drög að skýrslu starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem byggja á niðurstöðum starfshópsins.

Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum á grundvelli ákvæða laga, reglugerða og vinnureglna sem settar eru um starfsemi hans. Tilgangurinn er að sveitarfélögin standi á jafnari grunni, að teknu tilliti til land- og lýðfræðilegra þátta auk fjárhagslegs styrks, til að sinna sínum lögbundnu verkefnum. Þá greiðir sjóðurinn framlög til samtaka sveitarfélaga, stofnana og annarra aðila í samræmi við ákvæði laga. Síðustu ár hafa framlög úr Jöfnunarsjóði vegið u.þ.b. 13% af samanlögðum heildartekjum sveitarfélaga.

Umtalsverðar breytingar voru gerðar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 1990 og segja má að þá hafi sjóðurinn orðið til í núverandi mynd. Frá þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á sveitarfélagaskipan og hefur þeim fækkað úr 204 niður í 64. Á sama tíma hefur sjóðnum verið falin veigamikil hlutverk t.d. í tengslum við yfirfærslu grunnskólans og málefni fatlaðs fólks. Sjóðurinn starfar því í gerbreyttu umhverfi og þarf umgjörð hans að endurspegla það.

Tillaga að breytingum á jöfnunarkerfinu

Í starfshópnum voru teknar til umfjöllunar ýmsar tillögur að breytingum á jöfnunarkerfinu. Tillaga starfshópsins er nýtt líkan sem leysir núverandi tekjujöfnunar-, útgjaldajöfnunar- og fasteignaskattsframlög af hólmi. Um er að ræða gagnsætt líkan sem sameinar ofangreind framlög í eitt framlag. Starfshópurinn var jafnframt sammála um eftirfarandi breytingar á jöfnunarkerfinu:

1. Nýtt jöfnunarframlag verði veitt vegna sérstakra áskorana sem skiptist í:

a. Framlag vegna sérstaks byggðastuðnings.

b. Framlag til sveitarfélaga með sérstakt höfuðstaðarálag.

2. Breytingar á framlögum vegna íslensku sem annað tungumál

Lagt er til að Reykjavíkurborg fá greidd framlög vegna kennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál.

3. Vannýting útsvars dregin frá framlögum

Starfshópurinn leggur til að nýti sveitarfélag ekki útsvarshlutfall að fullu komi til skerðingar á framlögum úr Jöfnunarsjóði sem nemi vannýttum útsvarstekjum, þ.e. mismuni á útsvari miðað við hámarksálagningu og útsvari miðað við álagningarhlutfall sveitarfélags.

Svo stuðla megi að fyrirsjáanleika í rekstri sveitarfélaganna leggur starfshópurinn til að nýtt líkan jöfnunarframlaga verði innleitt í skrefum á fjögurra ára tímabili

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa sveitarfélaga og byggðamála

irn@irn.is