Til umsagnar
1.–20.3.2023
Í vinnslu
21.3.–2.4.2023
Samráði lokið
3.4.2023
Mál nr. S-50/2023
Birt: 1.3.2023
Fjöldi umsagna: 45
Drög að stefnu
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar
Drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025 voru birt til kynningar og athugasemda í Samráðsgátt stjórnvalda 1.–20. mars 2023. Tillagan vakti mikla athygli og bárust alls 45 umsagnir um tillöguna. Margir umsagnaraðilar fögnuðu tillögunni og tækifæri til að lýsa yfir stuðningi við hana. Við frágang á þingsályktunartillögunni og greinargerðar með henni til framlagningar á Alþingi hefur verið tekið tillit til fjölmargra athugasemda og ábendinga. Nánar vísast til 5. kafla í tilvísuðu þingskjali.
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra boðar til samráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélags á Íslandi til ársins 2025
Stefna um þekkingarsamfélag á Íslandi byggir á þeirri sýn að lykillinn að bættum lífsgæðum og auknum tækifærum í atvinnulífi sé að hugvitið verði stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar. Í því felst að hægt sé að vaxa út úr sveiflukenndu efnahagsástandi með því að beina sjónum að alþjóðageiranum en honum tilheyra öll fyrirtæki sem fá útflutningstekjur sem byggja á öðru en okkar takmörkuðu auðlindum. Forsenda slíks vaxtar eru breyttar áherslur í menntakerfinu, í vísindum, nýsköpun, sjálfbærum þekkingariðnaði, upplýsingatækni, gervigreind, öflugum fjarskiptum og netöryggi. Með því að því að virkja hugvitið verði skapaðar aðstæður fyrir innlenda og alþjóðlega sérfræðinga í ný og áhugaverð störf í þekkingariðnaði hér á landi.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa stefnumörkunar og alþjóðasamskipta
hvin@hvin.is