Til umsagnar
24.1.–28.2.2023
Í vinnslu
1.3.2023–25.6.2024
Samráði lokið
26.6.2024
Mál nr. S-12/2023
Birt: 24.1.2023
Fjöldi umsagna: 114
Drög að reglugerð
Heilbrigðisráðuneytið
Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa
Nánar unnið að drögum að reglugerð m.a. með hliðsjón af framkomnum umsögnum.
Umsagna er óskað um drög að reglugerð um útgáfu vottorða, álitsgerða, faglegra yfirlýsinga og skýrslur heilbrigðisstarfsmanna.
Með drögunum er lagt til að sett verði reglugerð um útgáfu vottorða, álitsgerða, faglegra yfirlýsinga og skýrslur heilbrigðisstarfsmanna sem ráðherra er heimilt að setja samkvæmt 3. mgr. 19. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012. Reglugerðardrögin voru samin af starfshópi sem ráðherra skipaði um útgáfu vottorða.
Í 19. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012, er fjallað um vottorð, álitsgerðir, faglegar yfirlýsingar og skýrslur. Heilbrigðisstarfsmönnum ber að gæta varkárni, nákvæmni og óhlutdrægni við útgáfu vottorða, álitsgerða, faglegra yfirlýsinga og skýrslna og votta það eitt er þeir vita sönnur á og er nauðsynlegt í hverju tilviki.
Í drögunum eru m.a. lagðar til skilgreiningar á vottorðum og álitsgerðum.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa heilsueflingar og vísinda
hrn@hrn.is