Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.1.–13.2.2023

2

Í vinnslu

  • 14.2.–8.3.2023

3

Samráði lokið

  • 9.3.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-6/2023

Birt: 11.1.2023

Fjöldi umsagna: 8

Stöðumat og valkostir

Forsætisráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Grænbók um mannréttindi

Niðurstöður

Umsagnirnar nýtast samhliða grænbók við áframhaldandi stefnumótun í málaflokknum. Grænbók um mannréttindi með hliðsjón af umsögnum leggur grunninn að landsáætlun um mannréttindi og verður birt á vef Stjórnarráðsins.

Málsefni

Forsætisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að grænbók um mannréttindi.

Nánari upplýsingar

Í kjölfar flutnings málaflokksins mannréttindi frá dómsmálaráðuneyti til forsætisráðuneytis ákvað forsætisráðherra að unnin yrði grænbók um mannréttindi með sérstakri áherslu á mannréttindaeftirlit. Nú liggja fyrir drög hennar, en grænbók er greining á tilteknu viðfangsefni sem stjórnvöld hafa ákveðið að skoða nánar, ýmist sem undanfari stefnumótunar og/eða frumvarpsgerðar.

Grænbókin fjallar um stöðu og þróun mannréttinda á Íslandi og gefur yfirlit yfir lykilviðfangsefni framundan og helstu leiðir eða áherslur við úrlausn þeirra.

Markmið grænbókar um mannréttindi er að hvetja til umræðu um stöðumat, viðfangsefni og framtíðarsýn á sviði mannréttinda ásamt áherslum og valkostum. Mikilvægt er að stöðumatið sé sem réttast þar sem það mun liggja til grundvallar stefnumótunar í málaflokknum. Því er vakin athygli á 5. kafla þar sem settar eru fram spurningar sem aðilar eru beðnir að hafa í huga við skrif umsagna um drögin.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (3)

Umsjónaraðili

Skrifstofa jafnréttis- og mannréttindamála

for@for.is