Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 2.–8.12.2022

2

Í vinnslu

  • 9.12.2022–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-240/2022

Birt: 2.12.2022

Fjöldi umsagna: 42

Drög að frumvarpi til laga

Forsætisráðuneytið

Æðsta stjórnsýsla

Drög að frumvarpi um sanngirnisbætur

Málsefni

Lagaumgjörð sem skapar farveg fyrir einstaklinga sem orðið hafa fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum til að fá greiddar sanngirnisbætur.

Nánari upplýsingar

Fyrirhugað er að setja heildarlög um sanngirnisbætur þar sem einstaklingar sem orðið hafa fyrir varanlegum skaða sem ekki fæst bættur á annan hátt vegna illrar meðferðar eða ofbeldis sem þeir hafa orðið fyrir vegna athafna eða athafnaleysis opinberra aðila hjá stofnunum ríkisins eða sveitarfélaga eða af hálfu einkaaðila á grundvelli ákvörðunar eða samnings við opinberan aðila eða samkvæmt opinberu leyfi samkvæmt lögum eiga rétt til greiðslu sanngirnisbóta.

Gert verður ráð fyrir að umsóknir séu sendar til dómsmálaráðuneytisins sem yfirfari umsóknir m.t.t. þess hvort að þær uppfylli lágmarkskröfur. Matsnefnd sanngirnisbóta fái síðan umsóknir til meðferðar og gerir tillögur til sanngirnisbótanefndar um það hverjir eigi að fá bætur og hversu háar þær eigi að vera.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Þátttakendum í þessu samráðsferli var þó heimilt að óska eftir því að efni umsagnar og nafn sendanda birtist ekki í gáttinni.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stjórnskipunar og stjórnsýslu

postur@for.is