Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.11.–6.12.2022

2

Í vinnslu

  • 7.12.2022–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-227/2022

Birt: 22.11.2022

Fjöldi umsagna: 6

Drög að frumvarpi til laga

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um endurskoðendur og endurskoðun og lögum um ársreikninga (endurskoðunarnefndir, siðareglur endurskoðenda o.fl.)

Málsefni

Í frumvarpinu er að finna breytingar á lögum um endurskoðendur nr. 94/2019 og breytingar á lögum um ársreikninga nr. 3/2006.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu er verið að bregðast við ábendingum frá endurskoðendaráði, ársreikningaskrár, haghöfum um skýrari lagatexta varðandi stöðu endurskoðendaráðs og skýrari heimild til birtingar á hluthafalistum með ársreikningi til opinberrar birtingar hjá ársreikningaskrá eftir álit Persónuverndar auk þess að ljúka innleiðingu á ákvæðum úr endurskoðendatilskipun ESB varðandi endurskoðunarnefndir.

o Í fyrsta lagi er um að ræða innleiðingu á þeim ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/56/ESB frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipun 2006/43/EB um lögboðna endurskoðun ársreikninga og samstæðureikningsskila sem fjalla um endurskoðunarnefndir en innleiðingin kallar á breytingu á lögum um endurskoðendur og endurskoðun og lögum um ársreikninga.

o Í öðru lagi er um að ræða breytingu á ákvæðum laga um endurskoðendur og endurskoðun þar sem vísað er til siðareglna endurskoðenda en með breytingunni er brugðist við ábendingum sem borist hafa um tilvísun í lögunum til siðareglna endurskoðenda en ábendingarnar lúta að því hvort rétt sé að skýra lagaumhverfið, m.a. með hliðsjón af alþjóðlegum skuldbindingum Íslands.

o Í þriðja lagi eru ábendingar frá endurskoðendaráði sem fer með eftirlit með endurskoðendum. Þar er lagatextinn gerður skýrari er lýtur að stöðu ráðsins sem sjálfstætt stjórnvald, sem veitir starfsleyfið sem heimilar endurskoðendum að starfa sem slíkir. Einnig er endurskoðendaráði heimilt að ráða sér starfsmann til að aðstoða nefndina.

o Í fjórða lagi er lögð til hækkun á árlegu eftirlitsgjaldi endurskoðenda úr 100.000 kr. í 120.000 kr. Hækkunin er til að koma á móts við almenna hækkun kostnaðar á ýmissi þjónustu ráðsins, auk eftirlits með nú endurskoðunarnefndum. Lagt er til í frumvarpinu að þessi hækkun taki gildi 1. janúar 2024 og fyrsti gjalddagi samkvæmt nýju ákvæði 1. apríl 2024. Það er gert til þess að tekju- og útgjaldarammi endurskoðendaráðs haldist í hendur, þ.e. að hægt sé að leggja til hækkun á tekjuramma endurskoðendaráðs á fjárlögum en vinna við slíkar breytingar þarf að horfa fram í tímann.

o Í fimmta lagi er um að ræða breytingu á lögum um ársreikninga sem ætlað er að tryggja að upplýst sé um hluthafa hlutafélaga og einkahlutafélaga í ársreikningi viðkomandi félags og að heimild sé að birta þær upplýsingar á opinberum vef ársreikningaskrár. Í 65. gr. núgildandi laga nr. 3/2006 um ársreikninga er ákvæði sem segir að ársreikningaskrá skuli gera félögum kleift, við rafræn skil á ársreikningum, að nota áðurinnsendar upplýsingar til ríkisskattstjóra um hluthafa í félaginu til að útbúa þann lista.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa viðskipta- og ferðamála

mvf@mvf.is