Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.10.–4.11.2022

2

Í vinnslu

  • 5.–30.11.2022

3

Samráði lokið

  • 1.12.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-198/2022

Birt: 20.10.2022

Fjöldi umsagna: 3

Drög að frumvarpi til laga

Atvinnuvegaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997 (aflvísir)

Niðurstöður

Í umsögnum komu m.a. fram áhyggjur af því að stærri skip með trolli gætu veitt innan 12 sjómílna. Einnig kom fram ánægja með efni og markmið frumvarpsins. Frumvarpið getur sannarlega leitt til þess að stærri skip gætu veitt innan 12 sjómílna. Á sama tíma fer fram yfirgripsmikil vinna að því að skilgreina viðkvæm hafsvæði og botnvistkerfi sem njóta eiga verndar gagnvart veiðarfærum sem snerta botninn. Ekki er talið að frumvarpið leiði til röskunar á viðkvæmum svæðum en það leiðir hins vegar til þess að kolefnisspor fiskveiða getur lækkað.

Málsefni

Frumvarpið leggur til breytingu á 5. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, sem ætlað er að ýta undir breytingar á fiskiskipum með það að markmiði að draga úr olíunotkun þeirra.

Nánari upplýsingar

Í lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, er skilgreint hugtakið aflvísir, sem er margfeldi á afli aðalvélar og þvermáli skrúfu skips. Með því að hafa stærri skrúfu í skipum samfara hæggengari vél hefur náðst umtalsverður árangur í olíusparnaði, en talið er að samdráttur í olíunotkun geti verið allt að 50%. Áhrif stækkaðrar skrúfu er aukinn aflvísir, sem leiðir til þess, að óbreyttu, að heimildir smærri togskipa til veiða myndu skerðast á svæðum innan tiltekinna sjómílna (3-12 sjómílna) frá viðmiðunarlínu samkvæmt 5. gr laganna. Aflvísir hefur því áhrif á það hvort aðilar taki til notkunar ný og sparneytnari skip sem hafa aukið afl vegna stærri skrúfu. Lagt er til að aflvísisviðmið laganna verði tekið út og eingöngu gildi stærðartakmarkanir skipa hvað varðar umræddar veiðar. Er þetta enn fremur skynsamlegt til að stytta ferðatíma skipa við veiðar og þar af leiðandi minnka notkun þeirra á olíu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa sjávarútvegs

mar@mar.is