Til umsagnar
5.–22.8.2022
Í vinnslu
23.8.2022–
Samráði lokið
Mál nr. S-141/2022
Birt: 5.8.2022
Fjöldi umsagna: 5
Áform um lagasetningu
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál
Lagt er til að endurskoðað verði aldursfriðunarákvæði fornleifa í lögum um menningarminjar nr. 80/2012, svokölluð 100 ára regla.
Tilefni þessa er endurskoðun á aldursfriðunarákvæði fornleifa í lögum um menningarminjar nr. 80/2012, svokölluð 100 ára regla. Við setningu laga nr. 80/2012 miðaði aldursfriðun við árið 1912 samkvæmt áðurnefndri reglu. Hefur viðmiðið færst nær í tíma ár hvert eftir það, eðli máls samkvæmt, og miðar nú við árið 1922. Af því leiðir að stutt er í aldursfriðun mikils fjölda steinsteyptra húsa og annarra mannvirkja í þéttbýli og sveit, sem og innviða úr fjöldaframleiddum efnivið, en dæmi um slíkt eru gaddavírsgirðingar í sveitum landsins.
Aldursfriðunarákvæði kom fyrst fram í þjóðminjalögum nr. 88/1989 þar sem sett var ákvæði um friðun fornleifa við 100 ára aldur. Einnig voru þar sett aldursákvæði vegna húsverndar, en hús reist fyrir 1850 og kirkjur reistar fyrir 1918 nutu aldursfriðunar. Af þeim tóku við lög um þjóðminjar nr. 107/2001 og sérstök lög um húsafriðun nr. 104/2001, en í báðum þessum lögum voru ákvæði um aldursfriðun sambærileg við þjóðminjalögin frá 1989.
Árið 2012 voru samþykkt núgildandi lög um menningarminjar nr. 80/2012, og tóku þau einnig til húsafriðunar. Gildistaka laganna var 1. janúar 2013. Í þessum lögum miðar friðun allra húsa og mannvirkja við 100 ára aldur, þó með undantekningu vegna báta og skipa en þar er miðað við árið 1950. Breytingin úr föstu ártali vegna húsafriðunar í hlaupandi ártal sem miðaði við 100 ára aldur var gerð m.a. til að samræma aldursviðmið milli húsa, mannvirkja og fornleifa
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa landgæða
sigridur.svana.helgadottir@urn.is