Til umsagnar
14.7.–11.8.2022
Í vinnslu
12.8.2022–
Samráði lokið
Mál nr. S-124/2022
Birt: 14.7.2022
Fjöldi umsagna: 38
Drög að reglugerð
Innviðaráðuneytið
Samgöngu- og fjarskiptamál
Innviðaráðuneytið birtir til umsagnar drög að nýrri reglugerð um umferðarmerki sem ætlað er að leysa af hólmi gildandi reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra nr. 289/1995, með síðari breytingum.
Reglugerðardrögin eru afrakstur vinnu starfshóps skipuðum af ráðherra. Starfshópurinn var skipaður fulltrúa Vegagerðarinnar sem leiddi hópinn, fulltrúa ráðuneytisins, fulltrúa Samgöngustofu, fulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fulltrúa Reykjavíkurborgar og fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga. Við vinnuna hafði starfshópurinn m.a. hliðsjón af ákvæðum Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um umferðarmerki og umferðarljós frá 1968 auk þess sem litið var til regluverks á öðrum Norðurlöndum. Drögin innihalda lýsingar á umferðarmerkjum, umferðarljósum, hljóðmerkjum og öðrum merkjum á eða við veg til stjórnunar á eða leiðbeiningar fyrir umferð. Í viðaukum er fjallað um hvernig veghaldari skuli nota umferðarmerki, þar á meðal um kröfur til tæknilegrar útfærslu og uppsetningar.
Helstu breytingar frá gildandi reglum eru eftirfarandi:
• Auk þess að reglugerð kveði á um merkingu umferðarmerkja eru settar bindandi reglur fyrir veghaldara um uppsetningu og notkun umferðarmerkja í viðaukum við reglugerðina
• Gerðar eru breytingar á flokkum umferðarmerkja
• Merking umferðarmerkja er gerð skýrari, orðalag samræmt og tilmæli til veghaldara færð í viðauka
• Tekin eru upp á fimmta tug nýrra umferðarmerkja, á annan tug nýrra yfirborðsmerkinga og tvenn ný umferðarljós
• Breytingar eru gerðar á útliti á fimmta tug merkja
• Á sjöunda tug merkja eru felld brott
Nánari grein er gerð fyrir helstu breytingum í fylgiskjölum.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa samgangna
irn@irn.is