Til umsagnar
30.3.–20.4.2022
Í vinnslu
21.4.2022–
Samráði lokið
Mál nr. S-73/2022
Birt: 30.3.2022
Fjöldi umsagna: 7
Drög að stefnu
Innviðaráðuneytið
Samgöngu- og fjarskiptamál
Innviðaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að stefnu og aðgerðaráætlun um orkuskipti í flugi á Íslandi.
Í febrúar 2021 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu þar sem Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra var falið, í samráði við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra að skipa starfshóp sérfræðinga til að móta stefnu og aðgerðaráætlun um orkuskipti í flugi á Íslandi.
Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skipaði starfshópinn í apríl 2021 en hann skipuður fulltrúm þriggja ráðuneyta, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Samgöngustofu og Isavia. Auk verkefnastjóra. Við vinnu starfshópsins voru haldnir fundir með helstu hagsmunaaðilum í flugi hér á landi ásamt því sem rætt var við erlenda aðila.
Starfshópnum var falið að ræða og gera tillögur að eftirfarandi:
a. Hvernig Ísland geti orðið í fremstu röð í orkuskiptum í flugi.
b. Hvernig styðja megi við nýsköpun á sviði orkuskipta í flugi.
c. Fýsileika landsins með tilliti til veðurfars og þess hvaða innviðir þurfi að vera til staðar hér á landi vegna orkuskipta í flugi, m.a. í tengslum við nýsköpun, umhverfisvæna orkugjafa og þátttöku í prófunum og alþjóðlegri þróun orkuskipta í flugi.
d. Að sett verði markmið um að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi fyrir árið 2030 og hvernig áætlun um það samrýmist öðrum áætlunum ríkisins í orkuskiptum, nýsköpun og loftslagsmálum.
Skýrslan skiptist í fimm kafla. Fyrstu fjórir er nokkurs konar bakgrunns kaflar en í fimmta kafla er að finna aðgerðaráætlun í 12 liðum. Meðal þess sem lagt er til er að kanna möguleika á samstarfi við framleiðendur nýrra flugvéla með það að markmiði að Íslands verði vettvangur prófana á nýrri tækni í flugi. Þá er einnig lagt til að unnið verði að því að allt innanlandsflug veðri knúið með endurnýjanlegu eldsneyti fyrir árið 2040. Meðal annarra aðgerða er innviðauppbygging fyrir endurnýjanlegt eldsneyti á flugvöllum, orkusparnaður í loftýmisstjórnun og að átaksverkefni verði skilgreint innan Orkusjóðs sem tengist orkuskiptum í flugi.
Í skýrslunni er leitast við að tengja og samþætta áætlunina við aðrar áætlanir ríkisins í orkuskiptum, nýsköpun og loftslagsmálum auk þess sem horft er til gildandi Flugstefnu Íslands. Árangursmælikvarðar eru síðan ákvarðaðir fyrir hverja aðgerð og ábyrgð á einstökum aðgerðunum skýrð.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa samgangna
irn@irn.is