Til umsagnar
9.–21.3.2022
Í vinnslu
22.3.–10.8.2022
Samráði lokið
11.8.2022
Mál nr. S-60/2022
Birt: 9.3.2022
Fjöldi umsagna: 7
Drög að frumvarpi til laga
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Markaðseftirlit og neytendamál
Frumvarpið náði ekki fram að ganga og verður endurflutt á 153. löggjafarþingi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir til umsagnar drög að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 129/1997 (gjaldmiðlaáhætta lífeyrissjóða, rafræn birting yfirlita).
Meginmarkmið frumvarpsins er að leggja til rýmkun á heimildum lífeyrissjóða til fjárfestinga í eignum í erlendum gjaldmiðlum þannig að þeir geti betur nýtt þær heimildir sem þeir hafa til þess háttar fjárfestinga. Lagt er til að hámark gjaldmiðlaáhættu verði fært úr 50% af heildareignum í 65% yfir 15 ára tímabil frá árinu 2024. Til að draga úr gjaldmiðlaáhættu fyrir sjóðfélaga er lagt til í frumvarpinu að lífeyrissjóðir þurfi að lágmarki að eiga eignir í sama gjaldmiðli og væntar lífeyrisgreiðslur þeirra til næstu þriggja ára. Einnig er að finna tillögu um að hámark gjaldeyrisáhættu verði eingöngu bindandi á viðskiptadegi fjárfestingar. Það hefur í för með sér að ef gengisþróun eða verðþróun á mörkuðum leiðir til þess að erlendar eignir lífeyrissjóða fara umfram hámarkið verður sjóðum ekki gert að selja eignir til þess að komast niður fyrir hámarkið líkt og nú er. Frekari fjárfestingar sem auka gjaldmiðlaáhættu verða þó óheimilar á meðan fjárfestingar eru umfram hámark. Þá er í frumvarpinu að finna tillögu sem varða afleiðuviðskipti lífeyrissjóða sem eiga að auka möguleika þeirra til að nýta afleiður til gjaldeyrisvarna. Að lokum er í frumvarpinu lögð til sú meginregla að lífeyrissjóðir birti sjóðfélögum yfirlit og upplýsingar með rafrænum hætti á vefsvæði sem krefst rafrænnar auðkenningar sjóðfélaga. Sjóðfélagar geta þó áfram óskað eftir því að fá send gögn og upplýsingar þeim að kostnaðarlausu.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa fjármálamarkaðar
postur@fjr.is