Til umsagnar
3.–14.3.2022
Í vinnslu
15.3.–30.8.2022
Samráði lokið
31.8.2022
Mál nr. S-52/2022
Birt: 3.3.2022
Fjöldi umsagna: 5
Drög að frumvarpi til laga
Mennta- og barnamálaráðuneytið
Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál
Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs nr. 45/2019 voru til umsagnar í samráðgátt stjórnvalda 3.- 14. mars 2022. Fimm umsagnir bárust. Tekið var tillit til athugasemda við smíði frumvarpsins sem var lagt fyrir Alþingi 1. apríl 2022.
Frá þeim tíma er lög um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs tóku gildi hefur starf samskiptaráðgjafans þróast með þeim hætti að þörf er á lagabreytingum og er frumvarp þetta til þess fallið.
Hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála geta einstaklingar og félög fengið ráðgjöf án endurgjalds hafi þeir orðið fyrir, fengið vitneskju eða orðið vitni að einelti, kynferðislegri áreitni og/eða ofbeldi í íþróttum eða æskulýðsstarfi. Samskiptaráðgjafi hlustar, styður og aðstoðar með öll mál er snerta óeðlileg samskipti eða áreitni við íþróttaiðkun eða æskulýðsstarf. Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs er bundinn trúnaði og innheimtir ekki gjald fyrir þjónustu sína. Nú hefur samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs starfað í rúmlega tvö ár. Þörfin fyrir úrræðið hefur sýnt sig. Frá þeim tíma hefur starf samskiptaráðgjafans þróast með þeim hætti að þörf er á lagabreytingum og er frumvarp þetta til þess fallið að kveða skýrar á um þau atriði sem ráðuneytið telur nauðsynleg í því samhengi.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Engin skráður umsjónaraðili.