Til umsagnar
18.1.–8.2.2022
Í vinnslu
9.2022–6.2.2024
Samráði lokið
7.2.2024
Mál nr. S-10/2022
Birt: 18.1.2022
Fjöldi umsagna: 18
Annað
Forsætisráðuneytið
Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála
Aðgerðaráætlunin var samþykkt á Alþingi 13.júní 2022 m.áo.br. sjá nefndarálit: https://www.althingi.is/altext/152/s/0977.html
Í framkvæmdaáætluninni eru kynnt verkefni sem ætlað er að skilgreina stefnu stjórnvalda og lýsa tilteknum verkefnum sem ýmist er ætlað að varpa ljósi á stöðu hinsegin fólks í samfélaginu eða fela í sér beinar aðgerðir til hagsbóta fyrir samfélag hinsegin fólks.
Í framkvæmdaáætlun sem er sú fyrsta sem gerð er um málefni hinsegin fólks eru sautján verkefni sem skiptast á tíu ráðuneyti. Framkvæmdaáætlun um málefni hinsegin fólks er forgangsatriði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og munu þær aðgerðir sem mælt er fyrir um í áætluninni stuðla að réttarbótum og bættri stöðu hinsegin fólks.
Þær aðgerðir sem gerð er tillaga um í framkvæmdaáætluninni eru margvíslegar og snerta sumar mörg svið og þ. a. l. fleira en eitt ráðuneyti, sem og undirstofnanir ráðuneyta og aðrar stofnanir, sveitastjórnir, félagasamtök og hagsmunaaðila. Um er að ræða fyrstu framkvæmdaáætlunina sem snýr með beinum hætti og eingöngu að málefnum hinsegin fólks. Það er mikilvægt að auka þekkingu og búa til farveg fyrir málefnalega umræðu um stöðu og réttindi hinsegin fólks og ber áætlunin þess merki því mikil áhersla er lögð á fræðslutengd verkefni og vitundarvakningu um málefni hinsegin fólks. Nokkrar aðgerðir gera ráð fyrir starfshópum og áframhaldandi vinnu á útfærslu þeirra, aðrar gera ráð fyrir lagabreytingum og enn aðrar rannsóknum, gerð skýrslna og stefnumótun. Allar miða aðgerðirnar að því að bæta stöðu og réttindi hinsegin fólks til hagsbóta fyrir samfélagið allt.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa jafnréttismála
for@for.is