Til umsagnar
2.–30.12.2021
Í vinnslu
31.12.2021–31.1.2022
Samráði lokið
1.2.2022
Mál nr. S-226/2021
Birt: 2.12.2021
Fjöldi umsagna: 75
Áform um lagasetningu
Heilbrigðisráðuneytið
Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
Frumvarp til laga um sóttvarnir var samið af starfshópi heilbrigðisráðherra sem skipaður var 18. júní 2021 og skilaði drögum að frumvarpi 1. febrúar 2022. Það frumvarp er nú til umsagnar á Samráðsgáttinni.
Áform um lagasetningu og frummat á áhrifum frumvarps til sóttvarnalaga.
Áform um lagasetningu sem hér eru til kynningar og samráðs eru samin af starfshópi heilbrigðisráðherra sem falið er að skrifa drög að frumvarpi til heildarlaga um sóttvarnir. Jafnframt er birt frummat á áhrifum lagasetningar. Frestur til að skila inn umsögnum er til og með 30. desember nk.
Á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra fyrir 152. löggjafarþing er áætlað að leggja fram frumvarp til heildarlaga um sóttvarnir. Ráðherra áætlar að mæla fyrir frumvarpinu í mars 2022.
Tilgangur frumvarpsins er m.a. að endurskoða stjórnsýslu sóttvarna, t.d. stöðu sóttvarnalæknis innan stjórnsýslunnar. Þá er lögð til breyting á því hvernig opinberar sóttvarnaráðstafanir eru ákvarðaðar í þeim tilgangi að fleiri aðilar komi að tillögum sóttvarnalæknis til ráðherra um opinberar sóttvarnaraðgerðir. Þá eru gerðar ýmsar breytingar í þeim tilgangi að gera lögin aðgengilegri og skýrari. Þá er lagt til að skýra frekar hlutverk helstu aðila innan stjórnsýslunnar, lagt er til að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra í stað þess að hann sé ráðinn af landlækni, lagt er til að fjölskipuð farsóttanefnd taki að hluta við tillögugerð um opinberar sóttvarnaráðstafanir sem eru á hendi sóttvarnalæknis í dag. Þá er lagt til að sóttvarnaráð verði lagt niður og verkefni þess flytjist til farsóttanefndar, sóttvarnalæknis og ráðherra.
Frestur til að skila inn umsögnum er til og með 30. desember nk.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Heilbrigðisráðuneytið
hrn@hrn.is