Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.–29.11.2021

2

Í vinnslu

  • 30.11.2021–7.9.2022

3

Samráði lokið

  • 8.9.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-213/2021

Birt: 8.11.2021

Fjöldi umsagna: 15

Drög að stefnu

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Drög að stefnu um rafleiki/rafíþróttir

Niðurstöður

Drög að stefnu um rafleiki/rafíþróttir voru til umsagnar í samráðsgátt frá 8. - 29. nóvember 2021. Alls bárust 14 umsagnir frá fjölbreyttum aðilum. Almennt ríkti ánægja um drögin og fjallað um mikilvægi þess að skapa ramma utan um málefnin. Nánar er fjallað um niðurstöður samráðs í niðurstöðuskjali.

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnir til samráðs drög að stefnu um rafleiki/rafíþróttir sem starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins skilaði.

Nánari upplýsingar

Mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs drög að stefnu um rafleiki/rafíþróttir. Ráðuneytið skipaði starfshóp 21. desember 2020 sem fékk það hlutverk að mynda stefnu um rafleiki/rafíþróttir með það að markmiði að efla umgjörð í kringum rafleiki/rafíþróttir. Formaður hópsins var Ólafur Hrafn Steinarsson. Í starfshópnum áttu sæti fulltrúar Ungmennafélags Íslands, Samfés, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands auk fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Stafræn áhugamál verða stöðugt fyrirferðarmeiri í samfélaginu og sífellt fleiri börn og ungmenni spila margskonar tölvuleiki í sínum frítíma. Núgildandi lög, reglur og viðmið ná ekki að fullu utan um stafræn áhugamál, þar á meðal rafleikja-/rafíþróttastarfsemi eins og hún hefur þróast á Íslandi og í heiminum á undanförnum árum.

Í vinnu hópsins var lögð áhersla á mikilvægi þess að rafleikir/rafíþróttir sem eru stundaðar í skipulögðu starfi leggi áherslu á forvarnir og lýðheilsu.

Umsögnum skal skilað eigi síðar en 29. nóvember 2021 í Samráðsgátt.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

mrn@mrn.is