Til umsagnar
2.7.–10.9.2021
Í vinnslu
11.9.2021–28.11.2022
Samráði lokið
29.11.2022
Mál nr. S-141/2021
Birt: 2.7.2021
Fjöldi umsagna: 35
Drög að stefnu
Heilbrigðisráðuneytið
Málefni aldraðra
Búið er að vinna þingsályktunartillögu úr stefnudrögunum og hefur hún verið samþykkt á Alþingi.
Drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða, unnið fyrir heilbrigðisráðuneytið í júní 2021.
Verulegar breytingar hafa orðið og eru að verða á aldurssamsetningu þjóða. Bætt lífskjör og hækkandi lífaldur samhliða lækkandi fæðingartíðni þýðir að endurmeta þarf áherslur í velferðarþjónustu almennt – og sérstaklega í heilbrigðisþjónustu við eldra fólk. Þróunin setur vaxandi þrýsting á hina formlegu heilbrigðis- og félagsþjónustu við að mæta ört stækkandi hópi eldra fólks og samfara er áherslan á að efla fólk til að sjálfshjálpar, þrátt fyrir einhvern vanda, sjúkleika eða færnitap.
Nýir hópar, ný viðhorf, ný tækni og samfélagsþróun knýja á um að færa þurfi umræðuna úr vörn og yfir í sókn til að þróa og endurbæta heilbrigðisþjónustu við eldra fólk og velferðarkerfi samfélagsins almennt. Slíkt þróun þarf að byggja á trausti og vilja til að þróa það sem er og sækja fram með nýsköpun og endurnýjun.
Óhætt er að segja að umræðan í samfélaginu endurspegli ákall eftir framtíðarsýn um hvert skuli stefna í málefnum eldra fólks og heilbrigðisþjónustu fyrir þann hóp. Ýmislegt bendir til að vandinn liggi að miklu leyti í að við séum föst í hagsmunum vanans frekar en að leita að nýjum og fjölbreyttari lausnum. Til að hefja vinnuna við að móta stefnu til framtíðar, ákvað heilbrigðisráðherra að láta vinna drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða.
Í verkefnalýsingu heilbrigðisráðuneytisins varðandi vinnu við drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða, var gert ráð fyrir að líta sérstaklega til eftirfarandi þátta:
• Heildarskipulags í þjónustu við aldraða og samþættingu hennar og þar með þörf fyrir breytingar.
• Þverfaglegs samstarfs innan heilbrigðisþjónustunnar og félagslegrar þjónustu.
• Nýrra áskorana og viðfangsefna til framtíðar litið.
• Breytinga á framkvæmd, skipulagi eða annarra breytinga sem felast í nýsköpun og þróun hérlendis og í nágrannalöndum.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Heilbrigðisráðuneytið
hrn@hrn.is