Til umsagnar
3.–12.3.2021
Í vinnslu
13.3.–2.11.2021
Samráði lokið
3.11.2021
Mál nr. S-70/2021
Birt: 3.3.2021
Fjöldi umsagna: 3
Drög að frumvarpi til laga
Dómsmálaráðuneytið
Almanna- og réttaröryggi
Frumvarpið var lagt fram á Alþingi 7. apríl 2021 en var ekki afgreitt.
Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, (barnaníðsefni, atriði sem hafa áhrif á refsihæð, hatursorðæða, mismunun sökum fötlunar).
Með frumvarpi þessu, sem samið er af refsiréttarnefnd, eru lagðar til breytingar á nokkrum ákvæðum almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Þannig er í fyrsta lagi lagt til að við ákvörðun hegningar, sbr. 70. gr. laganna, beri að taka til greina hvort brot megi rekja til nánar tilgreindra atriða er varða brotaþola persónulega og brot þannig af meiði hatursglæpa, auk þess sem lagt er til að að jafnaði skuli taka það til greina til þyngingar refsingu ef brot er framið í nærveru barns yngra en 15 ára. Í öðru lagi, og nátengt fyrsta atriðinu, er lagt til að hatursorðræðuákvæði 233. gr. a almennra hegningarlaga verði rýmkað þannig að þjóðlegur uppruni (e. ethnic origin) falli ótvírætt þar undir sem og að ákvæðið veiti fólki með fötlun og fólki með ódæmigerð kyneinkenni refsivernd til samræmis við aðra hópa sem eru taldir þurfa á sérstakri vernd að halda. Í þriðja lagi er lögð til breyting á 180. gr. almennra hegningarlaga sem gerir það refsivert að neita einstaklingi með fötlun um vöru eða þjónustu ef að baki neituninni búa ekki réttlættanlegar ástæður. Í fjórða lagi er lagt til að barnaníðsákvæði 210. gr. a laganna verði skipt upp í fjórar málsgreinar, í efnislýsingu komi fram skilgreining á barnaníð, hámarksrefsing verði hækkuð, en jafnframt kveðið á um að ákvæðið taki ekki til persónulegra samskipta ungmenna að nánari skilyrðum uppfylltum. Loks er í fimmta lagi lagt til að við lögin bætist nýtt ákvæði, 210. gr. c, um innbyrðis ítrekunartengsl barnaníðsákvæðanna, þ.e. 210. gr. a og 210. gr. b.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Dómsmálaráðuneyti
dmr@dmr.is