Til umsagnar
18.2.–31.5.2021
Í vinnslu
1.6.–23.8.2021
Samráði lokið
24.8.2021
Mál nr. S-49/2021
Birt: 18.2.2021
Fjöldi umsagna: 32
Annað
Innviðaráðuneytið
Samgöngu- og fjarskiptamál
Að ósk sveitarfélaganna voru vinnslutillögurnar birtar í samráðsgáttinni og óskað eftir athugasemdum og ábendingum. Úrvinnsla niðurstaðanna fer fram hjá sveitarfélögunum og verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni, og hafa gögnin verið afhend forstöðumanni verkefnastofu Borgarlínunnar.
Kópavogur og Reykjavíkurborg kynna drög að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélaganna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ábendingar og athugasemdir skal senda á netfangið skipulag@kopavogur.is, skipulag@reykjavik.is og á samráðsgáttina.
Drög að breytingartillögum í Kópavogi og Reykjavík fjalla um tillögu að legu Borgarlínunnar og tillögur að staðsetningu kjarnastöðva. Í drögum að skipulagsgögnum eru jafnframt kynntar hugmyndir að leiðbeinandi staðsetningum almennra stöðva, viðmiðum um hönnun göturýmis og forgang almenningssamgangna og virkra ferðamáta. Í drögum fyrir Reykjavík eru jafnframt kynnt áform um Sæbrautarstokk og Miklubrautarstokk. Umhverfisskýrsla er hluti af drögunum, sem fjallar um helstu umhverfisáhrifin m.v. fyrirliggjandi gögn.
Frumdrög að Borgarlínunni eru fylgigögn með skipulagsgögnunum. Í þeim er hægt að finna ítarlegri upplýsingar m.a. um ákvörðun um Borgarlínuna, framkvæmdakostnað, hönnunarforsendur, legu, valkosti, umferðarspá og umhverfisáhrif. Frumdrögin eru aðgengileg á www.borgarlinan.is.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Kópavogsbær og Reykjavíkurborg