Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 18.1.–1.2.2021

2

Í vinnslu

  • 2.2.–6.7.2021

3

Samráði lokið

  • 7.7.2021

Mál nr. S-10/2021

Birt: 18.1.2021

Fjöldi umsagna: 8

Áform um lagasetningu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Áform um frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál (markmið um kolefnishlutleysi)

Niðurstöður

Frumvarp samþykkt sem lög frá Alþingi þann 13. júní 2021

Málsefni

Markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 verði lögfest

Nánari upplýsingar

Áformað er að leggja fram frumvarp til breytinga á loftslagslögum þar sem markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 verði lögfest. Það er í samræmi við markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040, sem sett er fram í Stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar og kemur einnig fram í aðgerðaáætlun í Loftslagsmálum sem útgefin var árið 2018 og aftur 2020.

Kolefnishlutleysi lýsir ástandi þar sem jafnvægi hefur náðst milli losunar og bindingar gróðurhúsalofttegunda. Það er lykilþáttur í Parísarsamningnum og nauðsynlegt til að ná markmiði samningsins um að halda hnattrænni hlýnun jarðar innan við 2°C og eins nálægt 1,5°C eins og hægt er.

Gert er ráð fyrir nánari útfærslu á því með hvaða hætti markmiði um kolefnishlutleysi verði náð árið 2040 í vegvísi sem stjórnvöld munu vinna í víðtæku samráði.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa loftslagsmála

uar@uar.is