Til umsagnar
18.1.–1.2.2021
Í vinnslu
2.2.–6.7.2021
Samráði lokið
7.7.2021
Mál nr. S-10/2021
Birt: 18.1.2021
Fjöldi umsagna: 8
Áform um lagasetningu
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfismál
Frumvarp samþykkt sem lög frá Alþingi þann 13. júní 2021
Markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 verði lögfest
Áformað er að leggja fram frumvarp til breytinga á loftslagslögum þar sem markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 verði lögfest. Það er í samræmi við markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040, sem sett er fram í Stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar og kemur einnig fram í aðgerðaáætlun í Loftslagsmálum sem útgefin var árið 2018 og aftur 2020.
Kolefnishlutleysi lýsir ástandi þar sem jafnvægi hefur náðst milli losunar og bindingar gróðurhúsalofttegunda. Það er lykilþáttur í Parísarsamningnum og nauðsynlegt til að ná markmiði samningsins um að halda hnattrænni hlýnun jarðar innan við 2°C og eins nálægt 1,5°C eins og hægt er.
Gert er ráð fyrir nánari útfærslu á því með hvaða hætti markmiði um kolefnishlutleysi verði náð árið 2040 í vegvísi sem stjórnvöld munu vinna í víðtæku samráði.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa loftslagsmála
uar@uar.is