Til umsagnar
23.12.2020–7.1.2021
Í vinnslu
8.1.–27.6.2021
Samráði lokið
28.6.2021
Mál nr. S-279/2020
Birt: 23.12.2020
Fjöldi umsagna: 5
Drög að frumvarpi til laga
Innviðaráðuneytið
Sveitarfélög og byggðamál
Birt eru til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga vegna áhrifa kórónaveirufaraldursins á sveitarfélög.
Frumvarpið er samið í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og Lánasjóð sveitarfélaga. Þær lagabreytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu eiga það sameiginlegt að tilurð þeirra má rekja til þeirra áhrifa sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á íslenskt efnahagslíf og samfélag.
Markmið frumvarpsins eru að tryggja að sveitarfélög hafi svigrúm til að ráðast í auknar fjárfestingar og mæta aðsteðjandi vanda í rekstri vegna þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á íslenskt efnahagslíf og búskap hins opinbera, að auðvelda sveitarfélögum að koma til móts við rekstraraðila sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna faraldurins, þannig að sveitarfélög geti sýnt aukinn sveigjanleika við innheimtu, og að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku sveitarfélaga við óvenjulegar aðstæður, s.s. vegna farsóttar eða náttúruhamfara.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
srn@srn.is