Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 7.–21.10.2020

2

Í vinnslu

  • 22.10.–25.11.2020

3

Samráði lokið

  • 26.11.2020

Mál nr. S-212/2020

Birt: 7.10.2020

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Heilbrigðisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Áform um frumvarp til laga um breytingu á sóttvarnalögum, nr. 19/1997 (opinberar sóttvarnaráðstafanir)

Niðurstöður

Samráði lokið. Engar athugasemdir bárust og málinu lokið í ráðuneytinu. Ráðherra mælti fyrir frumvarpinu þann 25. nóvember 2020, sjá 329. mál á Alþingi: https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=151&mnr=329

Málsefni

Áformað er að leggja til breytingu á sóttvarnalögum, nr. 19/1997. Frestur til að skila inn umsögnum er til og með 21. október nk.

Nánari upplýsingar

Áform um lagasetningu sem hér eru til kynningar og samráðs eru samin af starfshópi heilbrigðisráðherra sem falið er að skrifa drög að frumvarpi til laga um breytingu á sóttvarnalögum nr. 19/1997. Frestur til að skila inn umsögnum er til og með 21. október nk.

Á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra fyrir 151. löggjafarþing er áætlað að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á sóttvarnalögum, nr. 19/1997. Ráðherra áætlar að mæla fyrir frumvarpinu í janúar 2021.

Tilgangur frumvarpsins er endurskoðun á IV. kafla laganna um opinberar sóttvarnaráðstafanir, og eftir atvikum á öðrum ákvæðum laganna, á grundvelli fenginnar reynslu. Lagt verður til að skýra betur þau úrræði sem sóttvarnalæknir og ráðherra geta gripið til vegna hættu á farsóttum til eða frá Íslandi, innan lands og hættu á útbreiðslu smits frá einstaklingum, sem og að tryggja betur réttaröryggi borgaranna, svo sem með rétti til að kæra ákvarðanir til æðra stjórnvalds og fá úr þeim skorið hjá dómstólum. Um þessi atriði og fleiri er fjallað í álitsgerð Páls Hreinssonar, dags. 20. september 2020, um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana (sjá fylgiskjal með áformum). Gert er ráð fyrir að álitsgerðin verði lögð til grundvallar vinnu starfshópsins.

Frestur til að skila inn umsögnum er til og með 21. október nk.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Heilbrigðisráðuneytið

hrn@hrn.is