Til umsagnar
4.9.–1.10.2020
Í vinnslu
2.10.2020–19.9.2021
Samráði lokið
20.9.2021
Mál nr. S-176/2020
Birt: 4.9.2020
Fjöldi umsagna: 10
Drög að reglugerð
Matvælaráðuneytið
Sjávarútvegur og fiskeldi
Alls bárust 10 umsagnir á samráðsgátt. Í framhaldi af skoðun ráðuneytis á efnisatriðum í þeim athugasemdum sem fram komu var ákveðið að fresta málinu og að gefa ekki út reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla að svo stöddu.
Núgildandi reglugerð er uppfærð með áorðnum breytingum. Að auki er í II. kafla bætt inn ákvæðum um framkvæmd vigtunar á hafnarvog og í XI. kafla er bætt inn ákvæðum varðandi kröfur um aðstöðu og búnað hjá löndunarhöfnum þ.á.m. um lágmarksbúnað varðandi vogir og ákvæði um eftirlitsmyndavélar.
Núgildandi reglugerð er uppfærð með áorðnum breytingum. Að auki er í II. kafla bætt inn ákvæðum um framkvæmd vigtunar á hafnarvog og í XI. kafla er bætt inn ákvæðum varðandi kröfur um aðstöðu og búnað hjá löndunarhöfnum þ.á.m. um lágmarksbúnað varðandi vogir og ákvæði um eftirlitsmyndavélar.
Mikil umræða hefur verið um aukið og bætt eftirlit með vigtun sjávarafla. Nú síðast í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar (des. 2018). Hluti þeirrar umræðu snýr að vigtun sjávarafla á hafnarvog, bæði hvað varðar ábyrgð hafnaryfirvald en einnig um búnað og aðstöðu hjá löndunarhöfnum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir m.a.:
Um frekari kröfur til hafna vegna aðstöðu til vigtunar og eftirlits skal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kveða á um í reglugerð, samkvæmt 6. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti getur samkvæmt 3. mgr. 6. gr. bannað löndun sjávarafla í einstökum höfnum sem ekki fullnægja kröfunum. Reglugerð samkvæmt ákvæðinu hefur ekki verið sett. Af þeim sökum skortir skýrari kröfur til vigtunar, búnaðar og hæfi starfsmanna á löndunarhöfnum. Ríkisendurskoðandi hvetur til þess að umrædd reglugerð verði sett svo allt inntak um kröfur til hafna og eftirlit þeirra sé skýrt.
Reglugerðardrögin voru unnin í nánu samráði við Fiskistofu.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
postur@anr.is