Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 25.8.–10.9.2020

2

Í vinnslu

  • 11.9.2020–27.6.2021

3

Samráði lokið

  • 28.6.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-159/2020

Birt: 25.8.2020

Fjöldi umsagna: 12

Áform um lagasetningu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Áform um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010

Niðurstöður

Frumvarp birt í samráðsgátt, https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2779

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið áformar að leggja fram frumvarp til breytinga á skipulagslögum nr. 123/2010.

Nánari upplýsingar

Breytingarnar á skipulagslögum fela það í sér að heimilt verði að skipa sérstaka stjórnsýslunefnd sem hefur það hlutverk að taka sameiginlega skipulagsákvörðun sem nær til einnar framkvæmdar vegna flutningskerfis raforku, þvert á sveitarfélagsmörk. Meginhlutverk nefndarinnar yrði undirbúningur og samþykkt skipulagsákvörðunar vegna framkvæmdarinnar, útgáfa sameiginlegs framkvæmdaleyfis og yfirumsjón með eftirliti með framkvæmdinni. Slík nefnd væri skipuð fyrir hverja og eina framkvæmd í senn.

Þá verður kveðið á um styttan umsagnarfrest við afmarkaðar breytingar á deiliskipulagi með það að markmiði að auka skilvirkni í stjórnsýslu vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis.

Þá eru áformaðar breytingar í þeim tilgangi að tryggja lagalegar forsendur fyrir stafrænni skipulagsgátt.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

magnus.baldursson@uar.is