Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 2.–30.6.2020

2

Í vinnslu

  • 1.2020–8.7.2021

3

Samráði lokið

  • 9.7.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-112/2020

Birt: 2.6.2020

Fjöldi umsagna: 6

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Reglugerð um neyslurými

Niðurstöður

Málinu lauk með setningu reglugerðar um neyslurými nr. 170/2021, að hafðri hliðsjón af umsögnum sem bárust um gáttina.

Málsefni

Nýsamþykkt lög um breytingu á lögum nr. 65/1974, um ávana- og fíkniefni heimila sveitarfélögum að stofna og reka neyslurými. Samkvæmt þeim ber ráðherra að setja reglugerð um neyslurými þar sem skal meðal annars kveðið á um stofnun, rekstur og þjónustu í neyslurými.

Nánari upplýsingar

Nú á vordögum samþykkti Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 65/1974, um ávana- og fíkniefni, sem heimilar sveitarfélögum að stofna og reka neyslurými. Í neyslurými verður einstaklingum heimilt að neyta ávana- og fíkniefnum í æð. Markmiðið með neyslurýmum, sem er skaðaminnkandi aðgerð, er að koma í veg fyrir frekari óafturkræfan skaða, auka lífsgæði og bæta heilsufar einstaklinga sem neyta efnanna með þessum hætti.

Á grundvelli laganna ber heilbrigðisráðherra að setja reglugerð um stofnun og rekstur neyslurýma þar sem meðal annars skal kveðið á um þjónustu sem veita skal í neyslurými, um hollustuhætti, um verkefni, öryggi og hæfni starfsfólks, um upplýsingaskyldu rekstraraðila gagnvart Embætti landlæknis, setningu húsreglna og eftirlit með starfsemi neyslurýmis.

Í heilbrigðisráðuneytinu hefur undanfarið verið unnið að samningu þessarar reglugerðar um neyslurými. Við þá vinnu hafa verið hafðar til hliðsjónar þær ábendingar sem bárust í tengslum við vinnu að frumvarpinu, meðal annars frá Embætti landlæknis, Rauða krossi Íslands og Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess hafa verið hafðar til hliðsjónar reglugerðir um neyslurými í Noregi og Danmörku.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa heilsueflingar og vísinda

hrn@hrn.is