Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 24.4.–8.5.2020

2

Í vinnslu

  • 9.5.2020–18.4.2021

3

Samráði lokið

  • 19.4.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-89/2020

Birt: 24.4.2020

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Háskólastig

Drög að reglugerð um undanþágunefnd kennara

Niðurstöður

Alls bárust tvær umsagnir við drögum að reglugerð um störf og starfshætti undanþágunefndar kennara. Annars vegar frá Guðbjörgu Pálsdóttur, brautarformanni deildar faggreinakennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Jónínu Völu Kristinsdóttur, deildarforseta deildar kennslu- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hins vegar frá Kristínu Jónsdóttur, formanni fagráðs um kennaramenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð sem hefur stoð í 19. gr. laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 95/2019.

Nánari upplýsingar

Mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð sem byggir á 19. gr. laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 95/2019.

Lögin kveða á um að gefið er út eitt leyfisbréf til kennslu sem byggir á almennri hæfni og sérhæfðri hæfni kennara. Í samræmi verður ein undanþágunefnd kennara, í stað tveggja undanþágunefnda, sem kveðið var á um fyrri lögum.

Í 19. gr. laganna er fjallað um undanþáguheimild fyrir lausráðningu starfsfólks þegar enginn kennari sækir um kennslustarf við grunn- eða framhaldsskóla, þrátt fyrir endurtekna auglýsingu. Í slíkum tilvikum geta skólastjórnendur sótt um heimild til Menntamálastofnunar til að lausráða starfsmann til kennslustarfa til eins árs í senn, eða til allt að tveggja ára liggi fyrir staðfesting um að viðkomandi starfsmaður sé í námi til kennsluréttinda. Í 2. mgr. greinarinnar er kveðið á um að Menntamálastofnun gefi út heimild til að lausráða starfsmann til kennslustarfa að fenginni tillögu undanþágunefndar kennara, sem skipuð er af Menntamálastofnun. Jafnframt er í 10. mgr. kveðið á um að starfsreglur undanþágunefndar kennara skuli ákveðnar í reglugerð.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Mennta- og menningarmálaráðuneyti

mrn@mrn.is