Til umsagnar
20.4.–20.5.2020
Í vinnslu
21.5.2020–8.2.2021
Samráði lokið
9.2.2021
Mál nr. S-86/2020
Birt: 20.4.2020
Fjöldi umsagna: 49
Drög að stefnu
Heilbrigðisráðuneytið
Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta
Máli lokið með birtingu aðgerðaráætlunar um endurhæfingu 2021-2025.
Heilbrigðisráðherra kynnir til samráðs tillögur að endurhæfingarstefnu.
Heilbrigðisráðherra fól sérfræðingum á sviði endurhæfingar að gera tillögur að stefnu í endurhæfingu og var tillögum skilað til ráðherra þann 16. apríl. s.l. Í því verkefni fólst m.a. að kortleggja endurhæfingarþjónustu í landinu, greina styrkleika og veikleika í skipulagi þjónustunnar og benda á leiðir til að bæta nýtingu þeirra endurhæfingarúrræða sem þegar eru fyrir hendi.
Efni og framsetning skýrslunnar tekur mið af heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem samþykkt var á Alþingi í júní síðastliðnum. Þannig er sérstaklega horft til forystu og stjórnunar, að allt skipulag miði að því að veita rétta þjónustu á réttum stað, að virkja sem best notendur þjónustunnar til að ná settum markmiðum, að gæði þjónustu séu í fyrirrúmi og að þjónustukaup, fjármögnun og rekstur endurhæfingarþjónustu stuðli að sem mestri skilvirkni.
Viðamikið samráð var haft við undirbúning að tillögunum þar sem m.a. var fundað með fulltrúum allra opinberra heilbrigðisstofnana, annarra stofnana og fyrirtækja sem veita endurhæfingu, félögum notenda endurhæfingarþjónustu og þeirra heilbrigðisstétta sem stærstu hlutverki gegna í endurhæfingu.
Tillagan verður í samráðsgátt til 20. maí og eru áhugasamir hvattir til að senda umsagnir og ábendingar.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Guðrún Sigurjónsdóttir
hrn@hrn.is