Til umsagnar
13.–19.2.2020
Í vinnslu
20.2.2020–15.6.2021
Samráði lokið
16.6.2021
Mál nr. S-33/2020
Birt: 13.2.2020
Fjöldi umsagna: 2
Drög að frumvarpi til laga
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Markaðseftirlit og neytendamál
Frumvarpið var samþykkt sem lög nr. 62/2020. Í 5. kafla í greinargerð með frumvarpinu er fjallað um umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda.
Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016.
Frumvarpið miðar að því að gera breytingar á lögum um fasteignalán til neytenda með það að markmiði að ljúka að fullu innleiðingu tilskipunar 2014/17/ESB um lánssamninga fyrir neytendur í tengslum við íbúðarhúsnæði og um breytingu á tilskipun 2008/48/EB og 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 (fasteignalánatilskipunin) um heimildir lánamiðlara til að stunda viðskipti yfir landamæri verði tekin upp í íslenskan rétt. Markmið frumvarpsins er einnig að breyta ákvæðum laga um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016, um lán sem tengjast erlendum gjaldmiðlum í þeim tilgangi að neytendum standi til boða að taka lán til kaupa á fasteign hér á landi þó svo að tekjur þeirra séu í öðrum gjaldmiðli en íslenskri krónu. Að lokum er það markmið frumvarpsins að breyta lögum um neytendalán, nr. 33/2013, til að gera neytendum kleift að taka neytendalán í íslenskum krónum hér á landi þó svo þeir séu með tekjur í erlendum gjaldmiðli eða búsettir erlendis, t.d. námsmenn.
Frumvarpsdrögin voru birt í samráðsgáttinni í ágúst 2018 án fyrrgreindra tillagna um breytingar á ákvæðum fasteigna- og neytendalánalaga um lán sem tengjast erlendum gjaldmiðlum.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
postur@fjr.is