Til umsagnar
28.1.–11.2.2020
Í vinnslu
12.2.–11.10.2020
Samráði lokið
12.10.2020
Mál nr. S-18/2020
Birt: 28.1.2020
Fjöldi umsagna: 6
Drög að frumvarpi til laga
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfismál
Niðurstaða málsins i stuttu máli; Alls bárust 6 umsagnir í Samráðsgátt þar sem m.a. voru lagðar til nokkrar breytingar. Í kaflanum um Samráð í greinargerð með frumvarpinu er gerð grein fyrir viðbrögðum við athugasemdum. Alþingi samþykkti frumvarpið óbreytt þann 20. maí 2020 - lög nr. 43/2020
Í frumvarpinu er lögð til lagfæring á skilgreiningu hugtaksins „óbyggt víðerni“.
Eins og ákvæðið er orðað í lögum um náttúruvernd, er ekki unnt að friðlýsa svæði undir friðlýsingarflokknum óbyggð víðerni ef mannvirki eru innan við 5 km fjarlægð frá mörkum svæðis þó svo að þau sjáist ekki vegna landfræðilegra aðstæðna. Í frumvarpi þessu er lagt til að skilgreining hugtaksins „óbyggt víðerni“ verði breytt á þann hátt að mögulegt sé að taka tillit til landfræðilegra aðstæðna við skilgreiningu á óbyggðum víðernum, eins og upphaflega var gert ráð fyrir í frumvarpi til núgildandi laga um náttúruvernd. Með frumvarpinu eru því lagðar til lagfæringar á náttúruverndarlögum til að skýrt sé hvað teljist óbyggð víðerni.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa landgæða
postur@uar.is