Til umsagnar
27.1.–10.2.2020
Í vinnslu
11.2.2020–14.12.2021
Samráði lokið
15.12.2021
Mál nr. S-15/2020
Birt: 27.1.2020
Fjöldi umsagna: 5
Drög að frumvarpi til laga
Matvælaráðuneytið
Orkumál
Frumvarp lagt fram á Alþingi 2020 og afgreitt sem lög.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birtir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um Orkusjóð. Orkusjóði er með því ætlað aukið svigrúm til að styrkja orkutengd verkefni sem eru á hverjum tíma í samræmi við almenna stefnumótun stjórnvalda jafnt á sviði orkumála, nýsköpunar, byggðamála og loftlagsmála.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birtir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um Orkusjóð.
Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem lúta að því að skýrar er kveðið á um hlutverk Orkusjóðs, fyrirkomulag, fjármögnun og stjórnsýslu. Það er liður í almennri eflingu sjóðsins í samræmi við vaxandi hlutverk Orkusjóðs á undanförnum árum og almenna stefnumótun stjórnvalda á sviði orkumála. Orkusjóður gegnir þannig ákveðnu lykilhlutverki er kemur að aðgerðum stjórnvalda í orkuskiptum, innleiðingu nýsköpunar í orkumálum og samspili orkumála og loftlagsmála. Því er talið rétt að styrkja stoðir hans og regluverk með setningu sér laga um sjóðinn.
Samkvæmt frumvarpinu eru helstu breytingar á gildandi lögum þær að hlutverk Orkusjóðs er skilgreint með ítarlegri og víðari hætti en nú er. Lagt er til að skilgreint hlutverk Orkusjóðs verði, nú sem áður, að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkulinda landsins með styrkjum eða lánum, einkum til aðgerða er miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og nýtingu á innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum. Jafnframt að hlutverk Orkusjóðs verði að styðja við verkefni sem stuðla að orkuöryggi og samkeppnishæfni á sviði orkumála og orkutengd verkefni á grundvelli orkustefnu, nýsköpunarstefnu, byggðastefnu og stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum.
Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að reglugerðum nr. 400/2009 um Orkustofnun og nr. 185/2016 um Orkusjóð verði í kjölfarið breytt til samræmis.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
postur@anr.is