Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 18.12.2019–20.1.2020

2

Í vinnslu

  • 21.1.2020–17.11.2025

3

Samráði lokið

  • 18.11.2025

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-318/2019

Birt: 18.12.2019

Fjöldi umsagna: 34

Drög að frumvarpi til laga

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða

Niðurstöður

Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða var ekki lagt fram á Alþingi. Í stað þess var frumvarp um Hálendisþjóðgarð lagt fram á Alþingi 30. nóvember 2020 en náði ekki fram að ganga.

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt er til að sett verði á fót ný stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpi um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða er gert ráð fyrir að í stað tveggja ríkisstofnana, þ.e. Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjóðgarðsins á Þingvöllum, verði sett á fót ein ný ríkisstofnun. Auk þess er gert ráð fyrir að verkefni Umhverfisstofnunar á sviði náttúruverndar verði færð til stofnunarinnar, auk þjóðgarðsins Snæfellsjökuls sem nú heyrir undir Umhverfisstofnun.

Þrír þjóðgarðar eru á landinu, þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarður og þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Þeir tveir fyrstnefndu eru reknir sem sjálfstæðar ríkisstofnanir í eigin nafni en sá síðastnefndi heyrir undir Umhverfisstofnun. Önnur friðlýst svæði á landinu eru 111 talsins samkvæmt skrá Umhverfisstofnunar og fer sú stofnun með stjórnun og rekstur þeirra.

Markmiðið með stofnun Þjóðgarðastofnunar er m.a. að efla enn frekar miðlæga starfsemi í rekstri þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða, sæmhæfa og samþætta sambærileg verkefni hjá þeim stofnunum og þannig auka skilvirkni í starfseminni, um leið og ríkisstofnunum er fækkað. Verkefni stofnunarinnar munu felast í umsjón og rekstri náttúruverndarsvæða, undirbúningi friðlýsinga og verkefnum tengdum náttúruminjaskrá auk annarra almennra verkefna á sviði náttúruverndar.

Þannig verður skipulag og starfsemi þjóðgarða og friðlýstra svæða samræmd með auknum faglegum stuðningi. Slíkt er brýnt í kjölfar fjölgunar ferðamanna og stóraukins álags á helstu náttúruperlur landsins í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum. Með auknu fjármagni til uppbyggingar innviða og aukinnar landvörslu mun náttúruvernd og umsjón svæða styrkjast enn frekar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (7)

Umsjónaraðili

Skrifstofa landgæða

postur@uar.is