Til umsagnar
17.12.2019–17.1.2020
Í vinnslu
18.1.–17.8.2020
Samráði lokið
18.8.2020
Mál nr. S-312/2019
Birt: 18.12.2019
Fjöldi umsagna: 39
Drög að reglugerð
Matvælaráðuneytið
Sjávarútvegur og fiskeldi
Alls bárust 39 umsagnir um drög að reglugerð um fiskeldi. Ráðuneytið lagði mat á umsagnirnar og gerði viðeigandi breytingar og endurbætur á reglugerðinni. Sjá nánar í niðurstöðuskjali.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um fiskeldi. Með lögum nr. 101/2019 voru gerðar breytingar á lögum nr. 71/2008, um fiskeldi. Reglugerðardrög til kynningar á samráðsgátt taka mið af þeim breytingum sem gerðar voru á lögum um fiskeldi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um fiskeldi. Með lögum nr. 101/2019 voru gerðar breytingar á lögum nr. 71/2008, um fiskeldi. Með þeim breytingum var umgjörð um fiskeldi breytt og gerðar auknar kröfur til eftirlits. Með lögunum var ráðherra falið að útfæra nokkra þætti frekar með reglugerð og til kynningar á samráðsgáttinni eru drög að nýrri heildarreglugerð um fiskeldi. Helstu breytingar sem lagðar eru til í reglugerðardrögunum eru eftirfarandi:
1. Nýr kafli (II) um burðarþol og skiptingu hafssvæða í eldissvæði, sbr. 4. gr. a. laga um fiskeldi.
2. Nýr kafli (III) um áhættumat erfðablöndunar, sbr. 6. gr. a. laga um fiskeldi.
3. Nýtt ákvæði um umsókn um breytingar á gildandi rekstrarleyfi, sbr. 13. gr. í drögum að reglugerð um fiskeldi.
4. Ný ákvæði verið sett sem varða breytingar á rekstraleyfum vegna breytinga á áhættumati og burðarþolsmati, sbr. 10. gr. og 25. gr. í drögum að reglugerð um fiskeldi.
5. Nýtt ákvæði um endurskoðun rekstrarleyfis, sbr. 26. gr. í drögum að reglugerð um fiskeldi.
6. Nýr kafli (IX) um innra eftirlit þar sem það er nánar útfært.
7. Nýtt ákvæði um áhættumiðað eftirlit, sbr. 53. gr. í drögum að reglugerð um fiskeldi.
8. Nýr kafli (XI) um birtingu upplýsinga, sbr. 19. gr. b og c laga um fiskeldi.
9. Nýr viðauki (VI) um vöktun á viðkomu sníkjudýra í sjókvíaeldi.
10. Lagt er til að fella brott ákvæði 3. mgr. 4. gr. núgildandi reglugerðar sem er svohljóðandi: „Við leyfisveitingar fyrir hafbeitar- og sjókvíaeldisstöðvar skal miða við, að þær séu ekki nær laxveiðiám með yfir 100 laxa meðalveiði sl. 10 ár en 5 km. Sé um að ræða ár með yfir 500 laxa meðalveiði skal fjarlægðin vera 15 km, nema notaðir séu stofnar af nærliggjandi vatnasvæði eða geldstofnar, má þá stytta fjarlægðina niður í 5 km.“ Þetta ákvæði er talið óþarft með lögfestingu áhættumats erfðablöndunar.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
postur@anr.is