Til umsagnar
29.11.–13.12.2019
Í vinnslu
14.2019–20.12.2020
Samráði lokið
21.12.2020
Mál nr. S-297/2019
Birt: 29.11.2019
Fjöldi umsagna: 7
Áform um lagasetningu
Dómsmálaráðuneytið
Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála
Sjö umsagnir bárust um áform um frumvarp til laga um mannanöfn. Litið var til þeirra við ritun frumvarpsins. Frumvarp til laga um mannanöfn var birt á samráðsgátt 25. febrúar 2020, sjá frumvarp á máli 48/2020.
Áformað er að leggja fram frumvarp til laga um mannanöfn með það að markmiði að rýmka heimildir til skráningar nafna og kenninafna.
Í áformuðu frumvarpi er áætlað að leggja til að afnema eða rýmka eins og mögulegt er þær takmarkanir sem felast í núgildandi löggjöf um mannanöfn. Hafa ákvarðanir mannanafnanefndar þótt benda til þess að löggjöf um mannanöfn sé of ströng og að erfitt geti verið að fá nöfn skráð hér á landi ef þau eru ekki fyllilega í samræmi við íslenskan rithátt og málhefð. Með víðtækari heimildum til skráningar nafna er talið að ekki verði þörf á að hafa mannanafnanefnd og er því ráðgert að leggja til í frumvarpinu að hún verði lögð niður.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Dómsmálaráðuneytið
postur@dmr.is