Til umsagnar
17.10.–11.11.2019
Í vinnslu
12.–13.11.2019
Samráði lokið
14.11.2019
Mál nr. S-256/2019
Birt: 17.10.2019
Fjöldi umsagna: 4
Annað
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið
Vinnumarkaður og atvinnuleysi
Niðurstaða máls er í stuttu máli sú að 5 umsagnir bárust samanlagt um fullgildingu samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 190, um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni, 4 í gegnum samráðsgátt og 1 beint til ráðuneytisins. Gerð er grein fyrir viðbrögðum við umsögnum í niðurstöðuskjali.
Leitað er umsagnar um fullgildingu íslenskra stjórnvalda á samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 190, um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni, sem afgreidd var á 108. Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf í júní 2019.
Leitað er umsagnar um fullgildingu íslenskra stjórnvalda á samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 190, um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni, sem afgreidd var á 108. Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf í júní 2019.
Samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 190, um áreitni og ofbeldi, felur í sér viðurkenningu á því að ofbeldi og áreitni á vinnustöðum og í heimi vinnunnar getur falið í sér mannréttindabrot eða misnotkun. Það sé ógn við jafnrétti og óviðunandi og ósamrýmanlegt mannsæmandi vinnu. Í samþykktinni felst einnig áhersla á mikilvægi þess að vinnumenning byggist á gagnkvæmri virðingu og mannlegri reisn. Samþykktinni er ætlað að vernda launafólk og aðra einstaklinga á vinnumarkaði. Fullgilding hennar felur í sér skuldbindingu aðildarríkis að gripa til forvarna og aðgerða gegn áreitni og ofbeldi. Þetta skal gera í samræmi við landslög og aðstæður í hverju ríki og í samráði við heildarsamtök launafólks og atvinnurekendur. Í samþykktinni er talið upp með hvaða hætti þetta skuli gera. Aðildarríki skal enn fremur setja lög, reglugerðir um efni samþykktarinnar og móta stefnu sem tryggir jafnrétti og jafna meðferð í starfi. Aðildarríki skal einnig gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir ofbeldi og áreitni á vinnustöðum.
Með fullgildingu undirgengst aðildarríki samþykktarinnar að haft sé alþjóðlegt eftirlit með framkvæmd hennar. Það felst í reglubundinni skýrslugjöf til Alþjóðavinnumálastofnunarinnar.
Alþjóðavinnumálaþingi afgreiddi tilmæli nr. 206, um ofbeldi og áreitni. Í þeim felast nánari ábendingar og tillögur um framkvæmd á einstökum ákvæðum samþykktarinnar. Tilmæli eru ekki skuldbindandi fyrir aðildarríki.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar
frn@frn.is