Til umsagnar
3.–31.7.2019
Í vinnslu
1.8.2019–2.12.2020
Samráði lokið
3.12.2020
Mál nr. S-169/2019
Birt: 3.7.2019
Fjöldi umsagna: 4
Áform um lagasetningu
Forsætisráðuneytið
Hagskýrslugerð og grunnskrár
Sjá mál nr. 46/2020 á samráðsgáttinni.
Áformað er að gera breytingar á upplýsingalögum nr. 140/2012 í því skyni að bæta réttarstöðu þriðja aðila, þ.e. þess sem á hagsmuna að gæta af afhendingu upplýsinga, og gera hana skýrari.
Réttarbótin felst í eftirfarandi breytingum á upplýsingalögum:
i. Bætt verði við nýju ákvæði í 17. gr. upplýsingalaga þar sem kveðið verður á um skyldu stjórnvalda til þess að leita afstöðu þriðja aðila til afhendingar upplýsinga sem varða hann sjálfan áður en ákvörðun er tekin um afhendingu gagna nema það sé bersýnilega óþarft.
ii. Ákvæði 1. mgr. 23. gr. upplýsingalaga verði breytt þannig að úrskurðarnefnd um upplýsingamál sé gert skylt að birta úrskurð þeim aðila sem upplýsingar um einkahagsmuni varða ef í úrskurði er fallist á rétt kæranda til aðgangs að upplýsingunum.
iii. Bætt verði við ákvæði í 24. gr. upplýsingalaga þar sem þriðja aðila verður veittur réttur til þess að krefjast þess að réttaráhrifum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál verði frestað í því skyni að bera ágreining um gildi úrskurðarins undir dómstóla.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Egill Pétursson
egill.petursson@for.is