Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 10.1.–10.3.2019

2

Í vinnslu

  • 11.3.–15.12.2019

3

Samráði lokið

  • 16.12.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-4/2019

Birt: 7.1.2019

Fjöldi umsagna: 1586

Annað

Forsætisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur

Niðurstöður

Að umsagnarfresti liðnum var unnin ítarleg samantekt um sjónarmið þátttakenda, sjá nánar í fylgiskjali og hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/10/Samantekt-um-sjonarmid-umsagnaradila-i-samradi-um-stadartima-a-Islandi-birt/. Í kjölfarið var unnið áfram með málið og komist að þeirri niðurstöðu að staðartími á Íslandi verður óbreyttur, sjá fréttatilkynningu og skjalið "Nánar um niðurstöður": https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/09/01/Obreytt-klukka-a-Islandi/

Málsefni

Á að breyta tímareikningi á Íslandi? Til skoðunar er hvort færa eigi staðartíma nær sólartíma miðað við hnattræna legu landsins. Fjallað er um málið í greinargerð sem forsætisráðuneytið birtir til umsagnar, sjá „Skjöl til samráðs“.

Nánari upplýsingar

Greinargerðin var unnin í forsætisráðuneytinu og í henni er skoðað hvort færa eigi staðartíma nær sólartíma miðað við hnattræna legu landsins. Rannsóknir sýna að nætursvefn Íslendinga er almennt séð of stuttur en slíkt getur verið heilsuspillandi og haft áhrif á námsárangur og framleiðni í atvinnulífinu. Sérstaklega er þetta áhyggjuefni vegna barna og ungmenna. Ein líkleg skýring er að klukkan sé ekki í samræmi við hnattræna legu landsins.

Settir eru fram eftirfarandi valkostir í greinargerðinni:

A. Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

C. Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa löggjafarmála

postur@for.is