Til umsagnar
20.12.2018–13.1.2019
Í vinnslu
14.1.–19.12.2019
Samráði lokið
20.12.2019
Mál nr. S-257/2018
Birt: 20.12.2018
Fjöldi umsagna: 31
Drög að frumvarpi til laga
Matvælaráðuneytið
Sjávarútvegur og fiskeldi
Um samráð er fjallað í 5. kafla frumvarps þess sem varð að lögum nr. 101/2019 (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.) og vísast til þess sem þar segir.
Um er að ræða frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi svo sem um áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.
Frumvarp til laga sem hér er til kynningar og samráðs, um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi(áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), er samið í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Markmið frumvarpsins er að styrkja lagaumgjörð fiskeldis þannig að íslensku fiskeldi séu sköpuð bestu möguleg skilyrði til uppbyggingar og það verði þannig sterk og öflug atvinnugrein jafnframt því að stuðla að ábyrgu fiskeldi, þar sem sjálfbær þróun og vernd lífríkis er höfð að leiðarljósi á grundvelli vísinda og rannsókna.
Gert er ráð fyrir að með lagasetningunni verði náð meiri sátt um uppbyggingu fiskeldisins þannig að það geti vaxið eðlilega í sátt við helstu hagsmunaaðila og ekki síst að ímynd íslensks fiskeldis verði umhverfisvæn sem aftur skapi sérstöðu íslenskra fiskeldisafurða á markaði. Frumvarpinu er einnig ætlað að leggja grunn að öflugu og skilvirku eftirliti með fiskeldi. Jafnframt er í samfélaginu gerð krafa um aukna upplýsingagjöf og betra aðgengi almennings að upplýsingum sem tengjast fiskeldi. Frumvarpinu er ætlað að mæta þessum kröfum.
Með samþykkt þessa frumvarps er hrint í framkvæmd stefnu ríkisstjórnarinnar sem fram kemur í stefnuyfirlýsingu hennar. Frumvarpið byggist að stærstum hluta á tillögum starfshóps um stefnumótun í fiskeldi sem fram koma í skýrslu starfshópsins til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Jafnframt er ýmsum ákvæðum laga um fiskeldi, nr. 71/2008, breytt eða þau felld brott. Þessi endurskoðun er í samræmi við ákvæði til bráðabirgða IV í lögum nr. 49/2014 sem kvað á um að endurskoða skyldi lögin innan 18 mánaða frá gildistöku þeirra.
Frumvarp með sama heiti var lagt fram á 148. löggjafarþingi. Við framlagningu þessa frumvarps eru gerðar eftirfarandi efnislegar breytingar frá fyrra frumvarpi:
– Skilgreining á áhættumati erfðablöndunar í 1. gr. frumvarpsins er endurbætt þannig að hún tekur almennt til eldis í sjó þ.e. einnig til eldis með lokuðum eldisbúinaði auk eldiskvía. Jafnframt tekur skilgreiningin nú einnig til mótvægisaðgerða ef um slíkar aðgerðir er að ræða.
– Skilgreining á lífmassa í 1. gr. frumvarpsins er gerð skýrari og áréttað að skilgreiningin gildi einnig um eldi á landi.
– Í 2. gr. frumvarpsins er lögð til breyting á 4. gr. laganna, sem kveður á um að ráðherra skipar samráðsvettvang sem er stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fiskeldis. Hlutverk vettvangsins er að leggja mat á forsendur og úrvinnslu þeirra gagna sem áhættumat erfðablöndunar byggir á, áhættu vegna sjúkdóma og sníkjudýra og leggja mat á framkvæmd eftirlits með starfsemi fiskeldisfyrirtækja. Í hópnum eiga sæti sjö fulltrúar og eru þeir skipaðir til fjögurra ára í senn.
– Gerðar eru breytingar á 7. gr. a. frumvarpsins. Í fyrsta lagi er það áréttað að áhættumat erfðablöndunar mælir áhættu af erfðablöndun frjórra eldislaxa við villta laxastofna miðað við magn frjórra eldislaxa á tilteknum hafsvæði. Jafnframt er áréttað að markmið áhættumats erfðablöndunar er að koma í veg fyrir möguleg skaðleg áhrif af erfðablöndun eldislaxa við nytjastofna villtra laxa og að sjálfbærri nýtingu þeirra verði ekki stefnt í hættu. Í öðru lagi er lagt til að ráðherra staðfesti tillögur Hafrannsóknastofnunar um áhættumat erfðablöndunar. Í fyrra frumvarpi var það Hafrannsóknastofnun sem gaf út áhættumatið án aðkomu ráðherra. Einnig er gert ráð fyrir að ráðherra staðfesti tillögur stofnunarinnar að fengnu áliti samráðsvettvangs stjórnvalda skv. 2. mgr. 4. gr. laganna en álit hópsins er ekki bindandi fyrir ráðherra.
– Í 7. gr. a. frumvarpsins er jafnframt áréttað að ráðherra setji reglur í reglugerð sem fylgja ber þegar áhættumat erfðablöndunar breytist til hækkunar eða lækkunar á magni ófrjós lax á tilteknu hafsvæði. Þannig er gert ráð fyrir að fyrir liggi skýrar reglur um þá framkvæmd þegar rekstrarleyfishafi þarf t.d. að draga úr eldismagni fyrir frjóan lax á tilteknu hafsvæði í samræmi við endurskoðað áhættumat.
– Gert er ráð fyrir í 7. gr. a að ráðherra geti sett reglur um málsmeðferð við útgáfu áhættumats erfðablöndunar og kveðið á um mótvægisaðgerðir vegna erfðablöndunar í reglugerð.
– Í 7. gr. b. frumvarpsins er gerð samsvarandi breyting og lögð er til í 7. gr. a. frumvarpsins hér að framan þegar útgefið burðarþol Hafrannsóknastofnunar breytist til hækkunar eða lækkunar og rekstrarleyfihafi vill bregðast við hækkun eða ber skylda til að takmarka eldismagnið við lækkun burðarþolsmatsins.
– Í 10 gr. frumvarpsins er orðalagi breytt þannig Matvælastofnun skal taka tillit til áhættumats erfðablöndunar og burðarþolsmats en skal ekki taka rökstudda afstöðu til þessara mata eins og kveðið var á um í fyrra frumvarpi.
– Í 11. gr. frumvarpsins er felld brott sú heimild Matvælastofnunar að gefa út rekstrarleyfi til skemmri tíma en 16 ár ef áhættumat vegna erfðablöndunar skv. 6. gr. a eða burðarþolsmat skv. 6. gr. b mæla með því. Ekki er talin þörf á þessari heimild enda takmarka bæði burðarþol og áhættumat erfðablöndunar það magn sem heimilt er að ala í sjókvíum á gildistíma rekstrarleyfisins.
– Felld er brot sú krafa í 11. gr. frumvarpsins að í rekstrarleyfi skuli kveðið á um skyldu rekstrarleyfishafa til að annast vöktun og rannsóknir á nánasta umhverfi sínu. Hér er um að ræða skilyrði um umhverfismengun sem byggja á lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Slík skilyrði eiga heima í starfsleyfi sem umhverfisstofnun gefur út en ekki rekstrarleyfi sem Matvælastofnun gefur út á grundvelli laga nr. 71/2008, um fiskeldi.
– Í 11. gr. frumvarpsins er jafnframt ný efnisákvæði sem vísa til þessa að í rekstrarleyfi skuli halda skrá yfir uppruna eldislaxa, sem byggir á gagnagrunni um erfðaefni hjá framleiðanda hrogna. Jafnframt er almennt vísað til skyldu til merkinga þannig að unnt sé að rekja uppruna eldislaxa til ákveðinna sjókvíaeldisstöðva. Tilvísanir um tilteknar aðferðir við merkingar svo sem örmerkingar eða notkun erfðavísa eru felldar brott úr textanum.
– 14. gr. frumvarpsins er umorðuð með það að markmiði að skýra betur út hverjar skyldur Fiskistofu eru þegar eldisfiskur strýkur úr sjóeldi.
– Gert er ráð fyrir því í 15. gr. frumvarpsins að tilteknar landeldisstöðvar skuli starfrækja gæðakerfi sem hluta af innra eftirliti. Þessi skylda var ekki í fyrra frumvarpi. Gert er ráð fyrir að skylda miðist við tiltekin stærðarmörk sem verða ákveðin í reglugerð sem ráðherra setur. Við það er miðað að landeldisstöðvar sem hafa rekstarleyfi með framleiðslumagn yfir 20 tonn skuli starfrækja gæðakerfi.
– Í 17. gr. b. frumvarpsins er sagt skýrum orðum að Matvælastofnun þurfi ekki að birta tilteknar upplýsingar. Hér er verið að horfa til gagna um fjárhags- eða við¬skipta¬hagsmuni fyrirtækja enda óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og við¬skipta¬leyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikil¬væga viðskiptahagsmuni sbr. upplýsingalög, nr. 140/2012.
– Samkvæmt 19. gr. frumvarpsins er lögð til hækkun á árlegu gjald rekstrarleyfishafa í Umhverfissjóð sjókvíaeldis. Í frumvarpinu er lagt til að gjaldið verði að upphæð 20 SDR árlega fyrir hvert tonn af frjóum laxi í miðað við heimilt framleiðslumagn í rekstrarleyfi. Í núgildandi lögum er árlegt gjald að upphæð 12 SDR fyrir hvert tonn. Gert er ráð fyrir að þeir rekstrarleyfishafar sem stunda eldi í kvíum á ófrjóum laxi, regnbogasilungi og með lokuðum eldisbúnaði greiði hins vegar helming þess gjalds sem þarf að greiða vegna eldis með frjóan lax eða 10 SDR árlega fyrir hvert tonn sem heimilt er að framleiða. Í fyrra frumvarpi voru þessir aðilar undanþegnir gjaldinu til 2025.
– Samkvæmt nýju ákvæði til bráðabirgða skal þrátt fyrir ákvæði 7. gr. a. frumvarpsins endurskoða áhættumat erfðablöndunar tveim mánuðum eftir samþykkt laganna.
– Í kafla 3. um meginefni frumvarpsins er nýr kafli 3.8., þar sem skýrt er út hvers vegna lagt er til í 9. gr frumvarpsins að heimild í 2. mgr. 17. gr. laga nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum þar sem framkvæmdaraðili getur óska eftir leyfi Skipu¬lagsstofnunar til að vinna samtímis að mati á umhverfisáhrifum og starfsleyfi er felld brott.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Jóhann Guðmundsson
postur@anr.is