Til umsagnar
10.9.–15.11.2018
Í vinnslu
16.11.2018–22.6.2020
Samráði lokið
23.6.2020
Mál nr. S-124/2018
Birt: 10.9.2018
Fjöldi umsagna: 40
Annað
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfismál
Umsagnarferli lokið. Niðurstöður nýttar í aðra útgáfu aðgerðaáætlunar sem birtist 23. júní 2020.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018 – 2030. Ath: Ný útgáfa aðgerðaráætlunar birt 23. júní 2020.
Markmiðið með aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni kolefnisbindingu þannig að Ísland geti staðið við markmið Parísarsamningsins til 2030 og markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040.
Þetta er heildstæð áætlun sem samanstendur af 34 aðgerðum á mörgum sviðum. Megináherslurnar eru tvær:
• Orkuskipti í samgöngum, með sérstakri áherslu á rafvæðingu í vegasamgöngum.
• Átak í kolefnisbindingu þar sem skógrækt og landgræðsla gegna lykilhlutverki og markvisst verður dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis.
Verkefnastjórn með fulltrúum sjö ráðherra hefur unnið að aðgerðaáætluninni, í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar.
Meðal aðgerða er varða orkuskipti má nefna að hvatar til að fjárfesta í ökutækjum sem losa lítinn koltvísýring verða efldir. Ívilnunum fyrir rafbíla og aðra visthæfa bíla verður haldið áfram og þær styrktar. Kolefnisgjald verður áfram hækkað og almenningssamgöngur styrktar í samræmi við samgönguáætlun. Þá er mörkuð sú stefna að nýskráning bíla sem eingöngu ganga fyrir jarðefnaeldsneyti verði ólögmæt og er þar miðað við árið 2030.
Ráðist verður í umfangsmikið átak við endurheimt votlendis, birkiskóga og kjarrlendis, stöðvun jarðvegseyðingar og frekari landgræðslu og nýskógrækt til að vinna sérstaklega að markmiði um kolefnishlutleysi. Áhersla er lögð á að fela félagasamtökum hlutverk, bændum og öðrum vörslumönnum lands.
Þá eru í aðgerðaáætluninni aðgerðir tengdar úrgangsmálum, landbúnaði, sjávarútvegi, fræðslu og fleira. Áhersla er á nýsköpun vegna loftslagsmála og verður Loftslagssjóður stofnaður til að halda utan um slík verkefni.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Hugi Ólafsson
postur@uar.is