Fara beint í efnið
Blóðbankinn Forsíða
Blóðbankinn Forsíða

Blóðbankinn

Gerast blóðgjafi

Blóðbankinn er alltaf að leita að heilsuhraustu fólki sem er tilbúið að gefa blóð þegar þörf er á. Ef þú ert á aldrinum 18-65 ára og hefur áhuga á að gerast gæðablóð skaltu panta tíma í fyrstu heimsókn.

Framvísa þarf persónuskilríkjum með nafni og kennitölu við hverja komu.

Fyrsta heimsókn

Í fyrstu heimsókninni tekur hjúkrunarfræðingur á móti þér og fer með þér yfir spurningar um heilsufar (pdf). Einnig er blóðþrýstingur og púls mældur.

Teknar eru blóðprufur til að kanna:

  • í hvaða blóðflokki þú ert

  • hvort þú sért með rauðkornamótefni

  • blóðhag með tilliti til rauðra og hvítra blóðkorna og blóðflaga

  • járnbirgðirnar þínar

  • hvort þú sér með sjúkdóma sem smitast með blóði, svo sem HIV, sýfílis eða lifrarbólgu B og C

Eftir viðtal og rannsóknir færðu hressingu í kaffistofunni.

Í heimsókninni er hægt að panta tíma í fyrstu blóðgjöf. Ef blóðprufurnar sýna eitthvað athugavert er haft samband við þig fyrir þann tíma.

Fyrsta blóðgjöfin

Þegar búið er að samþykkja þig sem blóðgjafa færðu sms því til staðfestingar.

Fyrsta blóðgjöf má fara fram 2-3 vikum eftir fyrstu heimsóknina.

Nánar um hvernig blóðgjöf fer fram

Myndband fyrir nýja blóðgjafa

Kynning á Blóðbankanum og hvernig skráning nýrra blóðgjafa fer fram.