Prentað þann 6. apríl 2025
32/2009
Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 562/2001, um samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila.
1. gr.
Eftirtaldar breytingar verða á 1. gr.:
- 2. mgr. orðast svo:
Viðskiptaráðherra skipar samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila til fjögurra ára í senn eftir tilnefningum eftirlitsskyldra aðila. Í nefndinni eiga sæti þrír menn tilnefndir af Samtökum fjármálafyrirtækja, einn tilnefndur af Landssamtökum lífeyrissjóða og einn maður tilnefndur sameiginlega af öðrum eftirlitsskyldum aðilum.
- 3. mgr. fellur brott.
2. gr.
Eftirtaldar breytingar verða á 4. gr.:
- Í stað orðanna "15. september" í 2. mgr. kemur: 1. júlí.
- Í stað orðanna "15. ágúst" í 3. mgr. kemur: 1. júní.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og 9. gr. laga nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og öðlast hún þegar gildi.
Viðskiptaráðuneytinu, 7. janúar 2009.
Björgvin G. Sigurðsson.
Jónína S. Lárusdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.