Fara beint í efnið

Yfirtaka lána

Ef þú ert að kaupa íbúð sem er með áhvílandi láni frá HMS hefur þú möguleika á að taka yfir lánið. Ef kjörin eru góð og liðið er á lánstímann gæti þetta verið hagstæður kostur. Engin lántökugjöld eru við yfirtöku á láni.

Þú getur tekið yfir hluta sambúðaraðila við skilnað. Einnig ef þú ert að kaupa þig inn í húsnæði sem önnur manneskja á fyrir, til dæmis með nýjum maka.

Skilyrði

  • Ef þú ert að taka nýtt lán á sama tíma og þú yfirtekur lán má samanlögð upphæð lánanna ekki vera hærri en 44 milljónir krónur.

  • Íbúðin má ekki vera til útleigu.

  • Það má aðeins eiga eitt húsnæði með áhvílandi láni frá HMS.

  • Hægt er að yfirtaka öll eldri lán HMS nema lán frá Byggingarsjóði verkamanna.

  • Það má aðeins taka yfir hlutdeildarlán við skilnað, þá að hluta.

  • Standast greiðslubyrðarhlutfall Seðlabankans

Sækja um

Umsókn um yfirtöku

Fylgigögn

Með umsókninni þarf að fylgja:

  • Undirritað kauptilboð og söluyfirlit eða afsal (eins og á við).

  • Staðfesting á eigin fé, til dæmis með bankayfirliti.

  • Álagningarseðill síðustu skattaskýrslu.

  • Ef um skilnað er að ræða þarf eignaskiptasamning.

  • Ef um sambúðarslit er að ræða þarf fjárskiptasamning.

Ráðgjafi HMS mun hafa samband fljótlega með tölvupósti, staðfesta umsókn og senda upplýsingar um greiðslumat.

Lán samþykkt

  1. Um leið og umsóknin um yfirtöku er samþykkt er lán sent í skjalagerð.

  2. Þegar skjölin eru tilbúin getur þú sótt þau á afgreiðslutíma til HMS í Borgartúni 21 og farið með í þinglýsingu (ásamt kaupsamningi ef við á).

  3. Þegar kaupsamningi og yfirtökuskjölunum hefur verið þinglýst þarftu að koma með lánaskjölin aftur til HMS.

Kostnaður

  • Yfirtaka á láni: 11.000 krónur

  • Þinglýsingarkostnaður hjá sýslumanni: 2.700 krónur.

  • Greiðslumat: 8.400 krónur fyrir einstakling og 16.400 krónur fyrir sambúðarfólk.

Yfirtöku á láni synjað

Ef umsókn um yfirtöku á láni er synjað færðu tölvupóst með formlegu ákvörðunarbréfi með ástæðum synjunar. Ef einhver gögn vantaði eða forsendur hafa breyst getur þú sótt um endurupptöku og veitt nýjar upplýsingar.

Ef þú ert ósammála niðurstöðunni getur þú kært hana til úrskurðarnefndar velferðarmála.