Fara beint í efnið

Alþjóðleg vernd fyrir systkini fylgdarlauss flóttabarns

Umsókn um dvalarleyfi og vernd fyrir systkini fylgdarlauss flóttabarns

Skilyrði

  • Barn sem sækir um alþjóðlega vernd með fjölskyldusameiningu við systkini sitt, sem hefur stöðu fylgdarlauss flóttabarns á Íslandi,

    • þarf að vera yngra en 18 ára þegar umsókn er lögð fram,

    • má ekki eiga maka,

    • þarf að búa hjá og vera í forsjá foreldris sem einnig sækir um fjölskyldusameiningu.

  • Fylgdarlausa flóttabarnið þarf að hafa fengið viðurkenningu á réttarstöðu sinni sem flóttamaður á Íslandi áður en það varð 18 ára.

Forsjáraðili sem ekki er líffræðilegt foreldri barns á ekki rétt á dvalarleyfi fyrir barnið nema forsjáraðilinn hafi jafnframt ættleitt það.

Ættleiðingu þarf að vera lokið áður en umsókn er lögð fram og hún þarf að vera gerð í samræmi við íslensk lög. Ef einstaklingur búsettur hér á landi ætlar að ættleiða barn erlendis, þarf forsamþykki sýslumanns fyrir henni, sjá lög um ættleiðingar númer 130/1999.

Umsókn um dvalarleyfi og vernd fyrir systkini fylgdarlauss flóttabarns

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun