Fara beint í efnið

Alþjóðleg vernd fyrir systkini fylgdarlauss flóttabarns

Umsókn um dvalarleyfi og vernd fyrir systkini fylgdarlauss flóttabarns

Systkini fylgdarlauss flóttabarns á Íslandi á rétt á alþjóðlegri vernd hér á landi með fjölskyldusameiningu

Barn, sem fær alþjóðlega vernd með fjölskyldusameiningu við flóttamann, fær sömu réttindi og skyldur og flóttamaðurinn sem það sameinast hér á landi. Barnið er skilgreint sem flóttamaður samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum og getur því ekki ferðast til heimaríkis/heimaríkja án þess að eiga á hættu að alþjóðleg vernd þess og þar með dvalarleyfi hér á landi verði afturkallað.

Umsókn

Umsóknum er aðeins hægt að skila á pappírsformi, annað hvort í þar til gerðan skilakassa í anddyri Útlendingastofnunar að Dalvegi 18 í Kópavogi eða með því að senda umsókn í bréfpósti á sama heimilisfang. Einnig er hægt að leggja inn umsóknir hjá embættum sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins.

Umsókn skal vera í frumriti, vel útfyllt og undirrituð af forsjáraðila.

Kostnaður

Ekki þarf að greiða afgreiðslugjald fyrir umsókn um alþjóðlega vernd með fjölskyldusameiningu við flóttamann.

Lög

Dvalarleyfi fyrir systkini fylgdarlausra flóttabarna eru veitt á grundvelli 73. greinar laga um útlendinga.

Umsókn um dvalarleyfi og vernd fyrir systkini fylgdarlauss flóttabarns

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun