Fara beint í efnið

Veiðikort

Allir sem stunda veiðar á villtum dýrum, öðrum en rottum og músum, í nátttúru Íslands skulu hafa gilt veiðikort. Veiðikort þarf ekki til eggjatöku.

Veiðikort er hægt að öðlast með því að sitja námskeið á vegum Umhverfisstofnunar og standast próf í kjölfarið. Veiðikort eru endurnýjuð árlega að loknum skilum á veiðiskýrslu.

Stafrænt veiðikort

Stafrænt veiðikort

  • Stafrænt veiðikort birtist sjálfkrafa á Mínum síðum Ísland.is hjá þeim sem hafa réttindin. Ef það birtist ekki hafið þá sambandi við island@island.is. Það mun birtast í island.is appinu á næstu dögum.

Þjónustuaðili

Umhverf­is­stofnun