Fara beint í efnið

Vegabréf, almennar upplýsingar

Vegabréf eru öruggustu ferðaskilríkin og nauðsynlegt að hafa þau meðferðis til útlanda.

Kostnaður við almenna afgreiðslu vegabréfa:

  • 18–66 ára – 13.000 kr.

  • Börn, aldraðir og öryrkjar – 5.600 kr.

Hraðafgreiðsla:

  • 18–66 ára – 26.000 kr.

  • Börn, aldraðir og öryrkjar – 11.000 kr.

Afgreiðsla vegabréfa

Sótt er um vegabréf á sýsluskrifstofum um allt land. Upplýsingar um sýsluskrifstofur má nálgast á vef sýslumanns.

Sækja þarf um í eigin persónu og framvísa persónuskilríki með mynd, ökuskírteini eða nafnskírteini, ef eldra vegabréf er glatað.

Myndataka fer fram á afgreiðslustöðum vegabréfa. Heimilt er að koma með stafræna mynd fullnægi hún settum skilyrðum.

Vegabréf fyrir börn

Börn undir 18 ára aldri fá útgefin sérstök vegabréf. Báðir foreldrar þurfa að sækja um eða veita samþykki fyrir umsókn um vegabréf nema einungis annað foreldri fari með forsjá.

Íslendingar erlendis

Íslendingar sem staddir eru erlendis og þurfa á vegabréfi að halda snúa sér til sendiráða eða ræðismanna Íslands.

Áritanir

Í mörgum tilvikum þarf sérstakt leyfi eða áritun í vegabréf til að ferðast til annarra landa. Útgáfa vegabréfsáritana er í höndum sendiráða og ræðismanna þeirra ríkja sem ferðast á til.

Ferðaskilríki fyrir Norðurlönd

Vegabréfa er ekki krafist á ferð um Norðurlönd en þau eru einu persónuskilríkin sem tekin eru fullgild erlendis og því full ástæða til að hafa þau meðferðis.

Um vegabréfsáritanir fyrir íslenska ferðamenn á vef utanríkisráðuneytis

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Þjóð­skrá Íslands