Ísland.is
Loftslags- og orkusjóður
Almenn auglýsing Loftslags- og orkusjóðs 2025
Loftslags- og orkusjóður auglýsir styrki til verkefna sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsaloftegunda á beinni ábyrgð Íslands eða fela í sér nýsköpun og innleiðingu á nýrri tækni á sviði umhverfis- orku og loftslagsmála.
Umsóknarfrestur er til 1. júní 2025.
Áhersla er lögð á verkefni sem þurfa fjárhagslegum stuðningi sjóðsins að halda til að raungerast. Styrkumsóknir eru afgreiddar samkvæmt reglugerð, nr. 1566/2024, um Loftslags- og orkusjóð.
Heildarupphæð til úthlutunar er 1.300 m.kr.
1.000 m.kr. verður veitt í styrki til verkefna sem styðja beint eða óbeint við markmið ríkisstjórnarinnar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands. Áhersla er lögð á verkefni sem mæla má beint til samdráttar í losun eða verkefni sem styðja við það markmið.
Orkuskipti í samgöngum
Uppbygging hraðhleðslustöðva (150 kW+) og styrking hleðslunets með tilliti til þungaflutninga.
Uppbygging orkuinnviða fyrir tæki, þungaflutninga og hópbifreiðar, þar með talið flotabíla og stór atvinnutæki.
Uppbygging orkuinnviða fyrir almenningssamgöngur til að styðja orkuskipti í strætisvögnum og öðrum farartækjum í rekstri hins opinbera.
Áfyllingarstöðvar fyrir raf- eða lífeldsneyti.
Orkuskipti í rekstri eða orkusparnaður
Tækjabúnaður sem nýtir endurnýjanlega orku í stað jarðefnaeldsneytis.
Lausnir sem stuðla að orkusparnaði og aukinni orkunýtni í atvinnulífi og almennum rekstri
Innviðir og tækjastyrkir fyrir vistvæna orkunotkun í höfnum.
Orkuskiptaverkefni í skipum og bátum.
Hringrásarhagkerfið
Aðgerðir sem draga úr urðun lífræns úrgangs eða minnka losun frá úrgangi
Verkefni sem stuðla að endurvinnslu úrgangs, einkum sem næst upprunastað
Verkefni sem draga úr hráefnisnotkun eða úr myndun úrgangs.
Innleiðing nýrrar tækni eða nýsköpun
Allt að 300 m.kr. verður veitt í styrki til verkefna sem fela í sér innleiðingu á nýrri tækni eða nýsköpun á sviði loftslagsmála. Verkefnin krefjast almennt töluverðrar fjárfestingar til að ná markaðshæfni og óvissa er um áhrif þeirra á markmið landsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.
Verkefni sem falla í þennan flokk eru m.a:
Nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála
Framleiðsla og dreifing rafeldsneytis og lífeldsneytis (t.d. vetni, rafmetan, e-metanól).
Nauðsynlegur búnað fyrir geymslu, flutning, afgreiðslu og nýtingu raf- eða lífeldsneytis (t.d. þjöppur, lagnir, geymslur, dreifikerfi).
Verkefni sem tengjast heildstæðum orkuskiptalausnum, svo sem vetnisdölum eða öðrum samþættum orkuskiptaverkefnum.