Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Áskoranir hins opinbera

Á þessari síðu birtast áskoranir frá opinberum aðilum sem leita lausna með nýsköpun og samstarfi við markaðinn. Bakvið hverja áskorun stendur raunveruleg þörf opinbers kaupanda – hvort sem er stofnun, sveitarfélag eða annað opinbert hlutafélag – sem vill kanna möguleika á nýjum lausnum til að bæta þjónustu, hækka gæði eða auka skilvirkni.

Með því að setja áskoranir fram á þennan hátt gefst fyrirtækjum tækifæri til að koma hugmyndum, tækni og sérþekkingu að borðinu á fyrstu stigum ferlisins. Þannig skapast grundvöllur fyrir opið samtal, sameiginlega greiningu og möguleg innkaup á nýsköpunarlausnum.

Markmiðið er að efla samkeppni, auðvelda tengslamyndun og hraða upptöku nýrra lausna sem styðja við umbætur í opinberri starfsemi.

Áskoranir hins opinbera