Nordic GovTech Alliance


Nordic GovTech Alliance er samstarfsverkefni á milli Fjársýslu ríkisins á Íslandi, Ignite Sweden og Business Finland með það að markmiði að ná til allra Norðurlandanna á næstunni. Bandalagið hefur verið stofnað til að taka á sameiginlegum áskorunum í opinberri þjónustu og auka nýsköpun með því að virkja sprotafyrirtæki og tæknisamfélagið til að leysa brýn verkefni opinbera geirans.