Landsskipulag

Ferli við gerð landsskipulagsstefnu
Landsskipulagsstefna er unnin til 15 ára í senn og aðgerðaáætlun til fimm ára. Ráðherra felur Skipulagsstofnun gerð tillögu að landsskipulagsstefnu og á ráðherra að leggja fram á Alþingi tillögu að þingsályktun um landsskipulagsstefnu innan tveggja ára frá alþingiskosningum. Ráðgjafarnefnd sem skipuð er af ráðherra, er stofnuninni og ráðherra til ráðgjafar og samráðs við vinnuna.
Á vef landskipulagsstefnu má fylgjast með ferli við gerð landsskipulagsstefnu þegar það stendur yfir, nálgast upplýsingar og gögn eftir því sem þau verða til og koma á framfæri ábendingum.