Fara beint í efnið

Hafskipulag

Um skipulag haf- og strandsvæða

Skipulag á haf- og strandsvæðum er tvíþætt:

Stefna um skipulag haf- og strandsvæða

Stefna um skipulag haf- og strandsvæða er sett fram í landsskipulagsstefnu. Hún felur í sér stefnu ríkisins um skipulagsmál á haf- og strandsvæðum og leggur grundvöll fyrir gerð strandsvæðisskipulags. Viðfangsefni stefnunnar geta meðal annars varðað:

  • starfsemi á haf- og strandsvæðum, svo sem orkuvinnslu, eldi og ræktun nytjastofna, efnistöku, umferð og ferðaþjónustu.

  • sernd haf- og strandsvæða,

  • náttúruvá,

  • útivist

  • og fleira.

Stefna um skipulag á haf- og strandsvæðum nær til haf- og strandsvæða út að ytri mörkum efnahagslögsögunnar.

Mælt er fyrir um gerð stefnu um skipulag haf- og strandsvæða í 7. og 9. grein laga um skipulag haf- og strandsvæða.

Strandsvæðisskipulag

Strandsvæðisskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði á fjörðum og flóum utan staðamarka sveitarfélaga. Þar er sett fram stefna og ákvarðanir stjórnvalda um nýtingu og vernd svæðisins. Skipulagið byggir á stefnu um skipulag haf- og strandsvæða. Við gerð þess ber að gæta samræmis við skipulag á landi.

Skipulagsgerð á strandsvæðum er ætlað að:

  • Stuðla að vernd og viðhaldi vistkerfa.

  • Veita grundvöll fyrir fjölbreytta nýtingu.

  • Draga úr árekstrum ólíkrar starfsemi.

  • Styðja við upplýsta ákvarðanatöku um framkvæmdir og starfsemi.

Strandsvæðisskipulag getur þannig falið í sér stefnu um nýtingu svæða, meðal annars til eldis eða ræktunar nytjastofna, efnistöku, náttúruverndar, samgönguleiða og ferðaþjónustu svo eitthvað sé nefnt.

Strandsvæðisskipulag leggur grunn að leyfisveitingum fyrir framkvæmdum og annarri starfsemi á því svæði sem skipulagið tekur til.

snid nytt-04

Mælt er fyrir um gerð strandsvæðisskipulags í V. kafla laga um skipulag haf- og strandsvæða.

Gerð strandsvæðisskipulags

Strandsvæðisskipulag er unnið í samvinnu ríkis og sveitarfélaga. Ráðherra skipulagsmála skipar svæðisráð sem ber ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulagsins en Skipulagsstofnun vinnur að gerð þess í umboði svæðisráðsins. Í svæðisráði eiga sæti fulltrúar ráðherra umhverfis- og auðlindamála, ráðherra orkumála og ferðamála, ráðherra sjávarútvegsmála og ráðherra samgöngumála og einnig þrír fulltrúar aðliggjandi sveitarfélaga ásamt einum fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Lög og reglugerðir

  • Lög um skipulag haf- og strandsvæða nr. 88/2018

  • Reglugerð um gerð strandsvæðisskipulags nr. 330/2020

Hafskipulag

Skipu­lags­stofnun

Sími 595 4100
hafskipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 16
Föstudaga: 9 til 13

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149