Hins vegar er um að ræða strandsvæðisskipulag sem er skipulagsáætlun þar sem mótuð er nánari stefna út frá aðstæðum á hverjum stað.
Stefna um skipulag haf- og strandsvæða
Stefna um skipulag haf- og strandsvæða er sett fram í landsskipulagsstefnu. Hún felur í sér stefnu ríkisins um skipulagsmál á haf- og strandsvæðum og leggur grundvöll fyrir gerð strandsvæðisskipulags. Viðfangsefni stefnunnar geta meðal annars varðað:
starfsemi á haf- og strandsvæðum, svo sem orkuvinnslu, eldi og ræktun nytjastofna, efnistöku, umferð og ferðaþjónustu.
sernd haf- og strandsvæða,
náttúruvá,
útivist
og fleira.
Stefna um skipulag á haf- og strandsvæðum nær til haf- og strandsvæða út að ytri mörkum efnahagslögsögunnar.
Strandsvæðisskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði á fjörðum og flóum utan staðamarka sveitarfélaga. Þar er sett fram stefna og ákvarðanir stjórnvalda um nýtingu og vernd svæðisins. Skipulagið byggir á stefnu um skipulag haf- og strandsvæða. Við gerð þess ber að gæta samræmis við skipulag á landi.
Skipulagsgerð á strandsvæðum er ætlað að:
Stuðla að vernd og viðhaldi vistkerfa.
Veita grundvöll fyrir fjölbreytta nýtingu.
Draga úr árekstrum ólíkrar starfsemi.
Styðja við upplýsta ákvarðanatöku um framkvæmdir og starfsemi.
Strandsvæðisskipulag getur þannig falið í sér stefnu um nýtingu svæða, meðal annars til eldis eða ræktunar nytjastofna, efnistöku, náttúruverndar, samgönguleiða og ferðaþjónustu svo eitthvað sé nefnt.
Strandsvæðisskipulag leggur grunn að leyfisveitingum fyrir framkvæmdum og annarri starfsemi á því svæði sem skipulagið tekur til.
Strandsvæðisskipulag er unnið í samvinnu ríkis og sveitarfélaga. Ráðherra skipulagsmála skipar svæðisráð sem ber ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulagsins en Skipulagsstofnun vinnur að gerð þess í umboði svæðisráðsins. Í svæðisráði eiga sæti fulltrúar ráðherra umhverfis- og auðlindamála, ráðherra orkumála og ferðamála, ráðherra sjávarútvegsmála og ráðherra samgöngumála og einnig þrír fulltrúar aðliggjandi sveitarfélaga ásamt einum fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Ráðherra skipulagsmála skipar svæðisráð sem ber ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulagsins, en Skipulagsstofnun vinnur að gerð þess í umboði svæðisráðsins.
Í svæðisráði eiga sæti fulltrúar:
ráðherra umhverfis- og auðlindamála,
ráðherra orkumála og ferðamála,
ráðherra sjávarútvegsmála,
ráðherra samgöngumála,
sambands íslenskra sveitarfélaga,
ásamt þremur fulltrúum aðliggjandi sveitarfélaga.
Svæðisráð vinnur að gerð strandsvæðisskipulags í víðtæku samráði við önnur stjórnvöld, hagsmunaaðila og almenning.
Ýmsar fagstofnanir og vatnasvæðanefndir eru svæðisráði og Skipulagsstofnun til ráðgjafar við gerð strandsvæðisskipulags.
Dæmi um ráðgefandi aðila:
Ferðamálastofa, Fiskistofa, Hafrannsóknastofnun, Landgræðslan, Landhelgisgæsla, Landmælingar, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Matvælastofnun, Minjastofnun, Náttúrufræðistofnun, Orkustofnun, Samgöngustofa, Umhverfisstofnun, Veðurstofan og Vegagerðin.
Samráðshópur er skipaður af ráðherra skipulagsmála, fyrir hvert strandsvæðisskipulagsverkefni. Samráðshópurinn er svæðisráði til ráðgjafar og samráðs við gerð strandsvæðisskipulagsins.
Í samráðshópi eiga sæti fulltrúar tilnefndir af:
umhverfisverndarsamtökum
ferðamálasamtökum
samtökum atvinnulífsins
útivistarsamtökum
auk fulltrúa sem svæðisráð getur tilnefnt.
Lýsing
Vinna við gerð strandsvæðisskipulags hefst á því að ráðherra skipar svæðisráð um gerð þess. Svæðisráð, og Skipulagsstofnun í umboði þess, tekur saman lýsingu fyrir gerð strandsvæðisskipulagsins. Þar er gerð grein fyrir:
Þeim viðfangsefnum sem fjallað verður um.
Hvernig fyrirhugað er að standa að skipulagsgerðinni.
Svæðisráð leitar umsagna ráðgefandi aðila um drög að lýsingu.
Lýsingin er kynnt opinberlega og almenningi og hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma ábendingum á framfæri. Samhliða er leitað umsagnar samráðshóps og sveitarstjórnar aðliggjandi sveitarfélaga.
Tillaga að strandsvæðisskipulagi
Svæðisráð, og Skipulagsstofnun í umboði þess, vinnur strandsvæðisskipulag í samræmi við lýsingu verkefnis, með hliðsjón af þeim ábendingum sem borist hafa frá almenningi og umsagnaraðilum í ferlinu.
Við gerð strandsvæðisskipulags eru umhverfisáhrif eru metin og niðurstöður matsins nýttar við mótun tillögunnar.
Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar hafa kost á að koma að gerð strandsvæðisskipulags, til að mynda með þáttöku á kynningar- og samráðsfundum.
Þegar tillaga að strandsvæðisskipulagi liggur fyrir er hún auglýst og almenningi, samráðshópi, ráðgefandi aðilum og öðrum hagsmunaaðilum gefið tækifæri til að koma ábendingum á framfæri.
Samþykkt og staðfesting strandsvæðisskipulags
Svæðisráð bregst við þeim ábendingum og komið hafa fram við kynningu tillögu og gerir breytingar ef við á.
Svæðisráð samþykkir síðan skipulagið og sendir til ráðherra skipulagsmála til staðfestingar.
Strandsvæðisskipulagið tekur gildi þegar það hefur verið staðfest af ráðherra og birt í Stjórnartíðindum.
Telji Skipulagsstofnun eða aðliggjandi sveitarfélag að gera þurfi breytingu á strandsvæðisskipulagi, tilkynnir viðkomandi aðili ráðherra um það.
Ráðherra óskar þá eftir að við svæðisráð, sé það starfandi, að það endurskoði strandsvæðiskipulagið, telji það þörf á því.
Sé svæðisráð ekki starfandi, tekur ráðherra afstöðu til þess hvort gera þurfi breytingu á skipulaginu og skipar nýtt svæðisráð.