Fara beint í efnið

Hafskipulag

Stefna um skipulag haf- og strandsvæða

Stefna um skipulag haf- og strandsvæða er sett fram í landsskipulagsstefnu. Landsskipulagsstefna kveður á um samræmda stefnu ríkisins í skipulagsmálum í heild og tekur til landsins alls og haf- og strandsvæða.

Landsskipulagsstefna 2024-2038

Þingsályktun um Landsskipulagsstefnu fyrir árin 2024 til 2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028 var samþykkt af Alþingi vorið 2024.

Skipulag á haf- og strandsvæðum er eitt þeirra níu lykilviðfangsefna sem þar eru sett fram. Markmið stefnunnar eru þrjú, um vernd umhverfis og náttúru, velsæld samfélags og samkeppnishæft atvinnulíf. Undir hverju markmiði eru settar fram áherslur ásamt tilmælum um framfylgd þeirra fyrir skipulag á haf- og strandsvæðum í kringum landið, ásamt miðhálendi, í dreifbýli og þéttbýli. Þau tilmæli stefnunnar sem eiga við um skipulag á haf- og strandsvæðum erum merkt (H) í þingsályktun.

Unnið er að útgáfu landsskipulagsstefnu þar sem áherslum og tilmælum um framkvæmd þeirra eru skipt í kafla, eftir því á hvaða svæði þau eiga við. Í útgáfunni verður því hægt að nálgast öll framfylgdarákvæði sem eiga við um skipulag haf- og strandsvæða á einum stað.

Aðgerðaáætlun sem fylgir stefnunni, felur jafnframt í sér tiltekin verkefni til að hrinda markmiðum hennar í framkvæmd, sem sum hver snúa beint eða óbeint að skipulagi á haf- og strandsvæðum. Aðgerðir aðgerðaáætlunar sem snúa beint að skipulagi haf- og strandsvæða eru eftirfarandi:

Hafskipulag

Skipu­lags­stofnun

Sími 595 4100
hafskipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 16
Föstudaga: 9 til 13

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149