Fara beint í efnið

Hafskipulag

Ný vefsíða Skipulagsstofnunar komin í loftið

11. desember 2024

dreamstime l 69892963

Nýr vefur Skipulagsstofnunar hefur verið opnaður ásamt vefjum landsskipulagstefnu og skipulags haf- og strandsvæða. Undanfarna mánuði hefur Skipulagsstofnun unnið að því að flytja vefina undir hatt Ísland.is, líkt og fjölmargar ríkisstofnanir hafa einnig gert.

Vefur Skipulagsstofnunar verður island.is/skipulagsstofnun

Vefur landsskipulagsstefnu verður island.is/landsskipulag

Vefur skipulags haf- og standsvæða verður island.is/hafskipulag

Viðhaldi og uppfærslu á eldri síðum verður hætt og mun eldri slóðir vísa á nýjar síður stofnunarinnar.

Talsverð vinna liggur að baki við mótun og uppsetningu á nýjum vefjum en þar bjó stofnunin vel að því að eiga vandað efni sem fær áfram að njóta sín. Þannig er ekki um að ræða stórar breytingar fyrst um sinn, þó útlit og viðmót sé nýtt. Meginhluti efnis eldri síðna verður aðgengilegt á þeim nýju, og er það að mestu komið þar inn. Í framhaldi af opnun vefjanna verður unnið að frekari þróun á efni og framsetningu þeirra með aðgengi notenda í huga.

Von er til að breytingin muni koma sér vel, bæði fyrir stofnunina og notendur. Vefirnir og efni þeirra er sett fram með þarfir notenda að leiðarljósi, þar sem aðgengi að upplýsingum og þjónustu á ávallt að vera eins og best verður á kosið. Ísland.is er ætlað að vera miðlæg þjónustugátt þar sem markmiðið er að hægt verði að nálgast allar upplýsingar um opinbera þjónustu á einum stað. Þannig verður efni á nýjum vefjum stofnunarinnar aðgengilegt öllum notendum island.is í gegnum leit og leiðakerfi vefsins.

Stofnunin hefur notið liðsinnis Stefnu, vefhönnunarfyrirtækis sem starfar náið með Ísland.is,við smíð á nýjum vefjum. Þar er unnið með Efnisstefnu island.is – beint að efninu ásamt því að nýta hönnunarkerfi Ísland.is sem er til þess fallið að einfalda rekstur og viðhald stafrænnar þjónustu stofnunarinnar.

Við þökkum sýnda þolinmæði meðan á breytingum stendur.

Ef þið hafið ábendingu við nýjan vef má senda þær á netfangið skipulag@skipulag.is.